Mælikvarðar rekstrar og fjárhags
Málsnúmer 2406003
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 123. fundur - 22.11.2024
Lagðar fram tillögur að markmiðssetningu í fjármálum Skagafjarðar sem unnar voru af byggðarráði og sveitarstjórn Skagafjarðar í samráði við ráðgjafa frá KPMG.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða markmiðssetningu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða markmiðssetningu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 32. fundur - 27.11.2024
Vísað frá 123. fundi byggðarráðs frá 22. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram tillögur að markmiðssetningu í fjármálum Skagafjarðar sem unnar voru af byggðarráði og sveitarstjórn Skagafjarðar í samráði við ráðgjafa frá KPMG.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða markmiðssetningu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur unnið að því að setja markmið í fjármálum sveitarfélagsins. Setning fjárhagslegra markmiða hefur þann tilgang að marka framtíðarsýn sveitarstjórnar um lykilmælikvarða í rekstri og fjármálum sveitarfélagsins til næstu ára. Fjárhagslegum markmiðum er ætlað að styðja við traustan rekstur, framkvæmdagetu og möguleika sveitarfélagsins vaxtar.
Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi fjárhagsleg markmið fyrir A-hluta sveitarfélagsins:
-Jafnvægisregla í rekstri skal uppfyllt þ.a. 3ja ára rekstrarjöfnuður verði jákvæður frá og með árinu 2026.
-Skuldaviðmið verði ekki hærra en 90% frá og með árinu 2026 og verði lægra en 80% frá og með árinu 2028.
-Veltufé frá rekstri verði að lágmarki 10% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 12% af tekjum frá og með árinu 2030.
-Framlegð af rekstri verði að lágmarki 10% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 12% af tekjum frá og með árinu 2030.
Viðmið (undirmarkmið) tengt yfirmarkmiði um framlegð:
-Árin 2025-2027 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 61% af tekjum
-Frá og með árinu 2028 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 60% af tekjum
Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi fjárhagsleg markmið fyrir samantekinn rekstur og fjárhag A- og B-hluta sveitarfélagsins:
-Jafnvægisregla í rekstri skal uppfyllt þ.a. 3ja ára rekstrarjöfnuður verði jákvæður frá og með árinu 2026.
-Skuldaviðmið AB-hluta sveitarfélagsins verði ekki hærra en 80% frá og með árinu 2026 og verði lægra en 70% frá og með árinu 2028.
-Veltufé frá rekstri verði að lágmarki 13% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 15% af tekjum frá og með árinu 2030.
-Framlegð af rekstri AB-hluta verði að lágmarki 13% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 15% af tekjum frá og með árinu 2030.
Viðmið (undirmarkmið) tengt yfirmarkmiði um framlegð:
-Árin 2025-2027 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 56% af tekjum
-Frá og með árinu 2028 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 55% af tekjum
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Gísli Sigurðsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
Framlögð tillaga að markmiðasetningu í fjármálum Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Lagðar fram tillögur að markmiðssetningu í fjármálum Skagafjarðar sem unnar voru af byggðarráði og sveitarstjórn Skagafjarðar í samráði við ráðgjafa frá KPMG.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða markmiðssetningu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur unnið að því að setja markmið í fjármálum sveitarfélagsins. Setning fjárhagslegra markmiða hefur þann tilgang að marka framtíðarsýn sveitarstjórnar um lykilmælikvarða í rekstri og fjármálum sveitarfélagsins til næstu ára. Fjárhagslegum markmiðum er ætlað að styðja við traustan rekstur, framkvæmdagetu og möguleika sveitarfélagsins vaxtar.
Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi fjárhagsleg markmið fyrir A-hluta sveitarfélagsins:
-Jafnvægisregla í rekstri skal uppfyllt þ.a. 3ja ára rekstrarjöfnuður verði jákvæður frá og með árinu 2026.
-Skuldaviðmið verði ekki hærra en 90% frá og með árinu 2026 og verði lægra en 80% frá og með árinu 2028.
-Veltufé frá rekstri verði að lágmarki 10% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 12% af tekjum frá og með árinu 2030.
-Framlegð af rekstri verði að lágmarki 10% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 12% af tekjum frá og með árinu 2030.
Viðmið (undirmarkmið) tengt yfirmarkmiði um framlegð:
-Árin 2025-2027 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 61% af tekjum
-Frá og með árinu 2028 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 60% af tekjum
Forseti gerir tillögu um að sveitarstjórn samþykki eftirfarandi fjárhagsleg markmið fyrir samantekinn rekstur og fjárhag A- og B-hluta sveitarfélagsins:
-Jafnvægisregla í rekstri skal uppfyllt þ.a. 3ja ára rekstrarjöfnuður verði jákvæður frá og með árinu 2026.
-Skuldaviðmið AB-hluta sveitarfélagsins verði ekki hærra en 80% frá og með árinu 2026 og verði lægra en 70% frá og með árinu 2028.
-Veltufé frá rekstri verði að lágmarki 13% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 15% af tekjum frá og með árinu 2030.
-Framlegð af rekstri AB-hluta verði að lágmarki 13% af tekjum frá og með árinu 2026 og a.m.k. 15% af tekjum frá og með árinu 2030.
Viðmið (undirmarkmið) tengt yfirmarkmiði um framlegð:
-Árin 2025-2027 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 56% af tekjum
-Frá og með árinu 2028 verði hlutfall launa og launatengdra gjalda lægra en 55% af tekjum
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Gísli Sigurðsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvöddu sér hljóðs.
Framlögð tillaga að markmiðasetningu í fjármálum Skagafjarðar borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna þessa verkefnis.