Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
Álfhildur Leifsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Skagafjörður - rammaáætlun 2025
Málsnúmer 2405115Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að rammaáætlun ársins 2025 ásamt forsendum.
Byggðarráð samþykkir með öllum atkvæðum rammaáætlun ársins 2025 og vísar henni til umfjöllunar og úrvinnslu í nefndum.
Byggðarráð samþykkir með öllum atkvæðum rammaáætlun ársins 2025 og vísar henni til umfjöllunar og úrvinnslu í nefndum.
2.Mælikvarðar rekstrar og fjárhags
Málsnúmer 2406003Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið sátu Hallgrímur Arnarsson og Róbert Ragnarsson fundinn fulltrúar frá KPMG, í gegnum fjarfundarbúnað. Rætt var um verkefnistillögu að markmiðasetningu í fjármálum sveitarfélagsins og uppsetning á mælaborði fyrir lykilstjórnendur.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna þessa verkefnis.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna þessa verkefnis.
3.Áform um sölu félagsheimila í Skagafirði
Málsnúmer 2305106Vakta málsnúmer
Sunna Björk Atladóttir lögmaður og fasteignasali sat fundinn undir þessum dagskrárlið. Sala á félagsheimilum rædd.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða upp á samtal við íbúa um fyrirhugaða sölu á félagsheimilinu í Hegranesi, Ljósheimum og Skagaseli. Sveitarstjóra falið að sjá um að finna dagsetningar og auglýsa.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða upp á samtal við íbúa um fyrirhugaða sölu á félagsheimilinu í Hegranesi, Ljósheimum og Skagaseli. Sveitarstjóra falið að sjá um að finna dagsetningar og auglýsa.
4.Samgöngumál í Skagafirði
Málsnúmer 2406008Vakta málsnúmer
Bjarni Jónsson formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og Stefán Vagn Stefánsson formaður fjárlaganefndar Alþingis sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað, til að ræða samgöngumál í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
5.Ástand sjúkraflugs í Skagafirði
Málsnúmer 2406010Vakta málsnúmer
Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom á fund byggðarráðs til viðræðu um alvarlega stöðu sjúkraflugs í Skagafirði vegna mönnunarvanda af hálfu Isavia á Alexandersflugvelli.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra að skrifa forsvarsmönnum Isavia vegna málsins og óska skýringa.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra og slökkviliðsstjóra að skrifa forsvarsmönnum Isavia vegna málsins og óska skýringa.
6.Samráð; Hvítbók í málefnum innflytjenda
Málsnúmer 2405631Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 24. maí 2024 frá félags- og vinnumálaráðuneytinu, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 109/2024 - "Hvítbók í málefnum innflytjenda". Umsagnarfrestur er til og með 21.06. 2024.
Fundi slitið - kl. 16:17.