Fara í efni

Reglur vegna útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmtanahalds

Málsnúmer 2406042

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 24. fundur - 06.06.2024

Lögð fram drög að reglum um útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmanahalds. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði.

Byggðarráð Skagafjarðar - 101. fundur - 12.06.2024

Málinu vísað frá 24. fundi Félagsmála- og tómstundanefndar þann 6. júní 2024 þannig bókað:

"Lögð fram drög að reglum um útleigu íþróttahúsa Skagafjarðar til skemmanahalds. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög samhljóða og vísar þeim til afgreiðslu í byggðarráði."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa málinu aftur til Félagsmála- og tómstundanefndar til frekari vinnslu og leggur jafnframt til að nefndin vinni drög að umsóknareyðublaði og samningi.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 25. fundur - 29.08.2024

Lögð fram drög að reglum og samningi um útleigu á íþróttahúsi til skemmtanahalds, áður á dagskrá nefndarinnar 6. júní s.l. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða reglurnar með áorðnum breytingum og samning fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 111. fundur - 04.09.2024

Mál áður á dagskrá 101. fundar byggðarráðs þann 12. júní sl. sem vísaði málinu til aftur til félagsmála- og tómstundanefndar til frekari vinnslu.

Félagsmála- og tómstundanefnd hefur unnið málið áfram í samræmi við umræður á 101. fundar byggðarráðs og tók málið fyrir á 25. fundi sínum þann 29. ágúst sl. Málinu er nú vísað aftur til byggðarráðs, þannig bókað:
"Lögð fram drög að reglum og samningi um útleigu á íþróttahúsi til skemmtanahalds, áður á dagskrá nefndarinnar 6. júní s.l. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða reglurnar með áorðnum breytingum og samning fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024

Vísað frá 111. fundi byggðarráðs frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Mál áður á dagskrá 101. fundar byggðarráðs þann 12. júní sl. sem vísaði málinu til aftur til félagsmála- og tómstundanefndar til frekari vinnslu.

Félagsmála- og tómstundanefnd hefur unnið málið áfram í samræmi við umræður á 101. fundar byggðarráðs og tók málið fyrir á 25. fundi sínum þann 29. ágúst sl. Málinu er nú vísað aftur til byggðarráðs, þannig bókað:
"Lögð fram drög að reglum og samningi um útleigu á íþróttahúsi til skemmtanahalds, áður á dagskrá nefndarinnar 6. júní s.l. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða reglurnar með áorðnum breytingum og samning fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir reglurnar samhljóða með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til afgreiðslu.“

Framlagðar reglur Skagafjarðar vegna útleigu á íþróttahúsum og drög að leigusamningi íþróttahúss borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.