Fjárhagsáætlun 2025 - málaflokkur 04
Málsnúmer 2406044
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 29. fundur - 08.07.2024
Fjárhagsrammi fyrir rekstrarárið 2025 ásamt forsendum lagður fram til kynningar.
Fræðslunefnd - 32. fundur - 15.10.2024
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2025 í málaflokki 04 til fyrri umræðu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2025 og vísar til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Jafnframt felur nefndin sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar og leggja fyrir nefndina til síðari umræðu.
Anna Karítas Ingvarsdóttir Sighvats sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fræðslunefnd - 33. fundur - 06.11.2024
Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Nefndin samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2025. Vísað til byggðarráðs.