Fara í efni

Fræðslunefnd

33. fundur 06. nóvember 2024 kl. 16:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Kristófer Már Maronsson formaður
  • Ragnhildur Jónsdóttir varam.
    Aðalmaður: Hrund Pétursdóttir
  • Agnar Halldór Gunnarsson aðalm.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Rakel Kemp Guðnadóttir leiðtogi farsældar, fræðslu og ráðgjafar
  • Trostan Agnarsson skólastjóri grunnskóla
  • Þ. Elenóra Jónsdóttir áheyrnarftr. grunnsk.kennara
  • Agnes Skúladóttir áheyrnarftr. foreldra leiksk.barna
  • Hanna Lára Hallgrímsdóttir áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
  • Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir skólastjóri leikskóla
Fundargerð ritaði: Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025 - málaflokkur 04

Málsnúmer 2406044Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir stofnanir fræðslumála (04) lögð fram til síðari umræðu í fræðslunefnd. Nefndin samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2025. Vísað til byggðarráðs.

2.Innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði

Málsnúmer 2410111Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem innritunarreglur fyrir frístund í nokkrum sveitarfélögum eru bornar saman. Þá er sérstaklega horft til þess hvaða daga foreldrum býðst að skrá börn í frístund þegar skóli er lokaður. Nefndin felur sviðsstjóra að uppfæra reglurnar og afla gagna í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi fræðslunefndar.

3.Gjaldskrá grunnskóla 2025

Málsnúmer 2410021Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður hækkar úr 363 krónum í 376 krónur. Hádegisverður hækkar úr 752 krónum í 780 krónur. Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.

4.Gjaldskrá frístundar 2025

Málsnúmer 2410112Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að 3,7% hækkun gjaldskrár frístundar sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Dvalargjald í frístund hækkar úr 305 krónum í 316 krónur. Síðdegishressing hækkar úr 263 krónum í 273 krónur. Á þeim dögum sem heilsdagsopnun er í boði er auk dvalargjalds greitt fyrir fæði, þ.e. morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Morgunverður hækkar úr 363 krónum í 376 krónur og hádegisverður hækkar úr 752 krónum í 780 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi helst óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.

Fundi slitið.