Óveður í júní 2024
Málsnúmer 2406053
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 7. fundur - 04.07.2024
Landbúnaðar og innviðanefnd fagnar því að Matvælaráðherra ætli að skipa nýjan og þá smærri vinnuhóp til að meta umfang þess tjóns sem illviðrið hafði sem gekk yfir landið 3. til 8. júní s.l. og gera þá í framhaldinu tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við það tjón. Eitt af fyrstu verkefnum hópsins verður að koma á skipulagðri gagnasöfnun, sem að öllum líkindum verður rafræn, en ekki liggur fyrir hvenær formleg tjónaskráning hefst. Það er því mikilvægt að bændur skrái á meðan vel og nákvæmlega hjá sér allt það tjón sem þeir tengja umræddu óveðri hvort sem það eru afföll skepna eða tjón á ræktarlöndum, túnum eða ökrum. Góð skráning er forsenda þess að bændur fái tjón sitt bætt, að því marki sem hægt verður. Landbúnaðar- og innviðanefnd vonast til að vinna nýja starfshópsins gangi hratt og vel þó ljóst sé að ekki verður hægt að leggja endanlegt mat á tjónið fyrr en að loknum smalamennskum í haust.
Kári Gunnarsson vék af fundi kl. 10:00.
Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á fyrrgreindan viðbragðshóp á ná fram heildstæðu mati á því tjóni sem bændur í öllum greinum urðu fyrir og að í framhaldinu fái tjónþolar afurðatjón sitt bætt.
Landbúnaðar- og innviðanefnd vill benda bændum á að kynna sér upplýsingar á heimasíðu Bændasamtaka Íslands https://www.bondi.is/baendavaktin-juni.