Fara í efni

Fjöllin (vestur) - Þjóðlenda, austurhluti Hofsafréttar

Málsnúmer 2406062

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Lögð fram umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 22.05.2024 um stofun fasteignar (þjóðlendu) fyrir Fjöllin (vestur) sbr. úrskurð Óbyggðarnefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19.06.2009, þann hluta þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar. Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 60. fundur - 03.10.2024

Á fundi Skipulagsnefnd 13.6.2024 var tekið fyrir erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins undirritað af Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd ráðherra þar sem sótt er um stofnun þjóðlendu - Fjöllin (vestur) - Þjóðlenda, austurhluti Hofsafréttar.
Á fundinum var eftirfarandi bókað:

"Lögð fram umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 22.05.2024 um stofnun fasteignar (þjóðlendu) fyrir Fjöllin (vestur) sbr. úrskurð Óbyggðarnefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19.06.2009, þann hluta þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar. Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu."

Á fundi skipulagsnefndar í dag, 3. október 2024 er tekin aftur til umfjöllunar umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 22.05.2024 um stofnun fasteignar (þjóðlendu) fyrir Fjöllin (vestur) sbr. úrskurð Óbyggðarnefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19.06.2009, þann hluta þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar. Skagafjörður austan Vestari-Jökulsár.

Landsvæði það sem óskast stofnað sem þjóðlenda skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008, dags. 19. júní 2009. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.

Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.

Fyrirsvarsmaður: Forsætisráðherra skv. d-lið, 7. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 6/2022 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Skýring og fyrirvarar:

Upphafspunktur (f1) er þar sem Geldingsá rennur í Austari-Jökulsá.
Þaðan er Geldingsá og síðan syðri upptakakvísl árinnar fylgt að skurðpunkti við sveitarfélagamörk Skagafjarðar og Eyjafjarðarsveitar (f2), þ.e. punkti nr. 4 á kröfulínu vegna Nýjabæjar. Þaðan til suðurs við Laugakvísl í stefnu á ónefndan 783 m háan hnjúk (f3). Frá Laugakvísl á 783 m háa hnjúkinn (f4).
Þaðan er tekin stefna í suður í Hnjúkskvísl (f5) og henni fylgt til suðurs að ármótum Hnjúkskvíslar og Jökulkvíslar (f6). Jökulkvísl fylgt að upptökum í Hofsjökli (f7). Þaðan liggja merkin með jaðri Hofsjökuls þar til komið er að upptökum Austari-Jökulsár (f8).
Austari-Jökulsá er síðan fylgt að þeim stað þar sem Geldingsá fellur í hana (fj1). Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.

Fylgiskjöl með umsókn:

Útdráttur úr úrskurði Óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008, dags. 19. júní 2009.

Landspildublað (uppdráttur í mælikvarða 1:250.000 í blaðstærðinni A3 stimplaður og áritaður af umsækjanda) sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar, Fjöllin (vestur) (þ.e. sá hluti þjóðlendunnar sem er innan marka Skagafjarðar) Uppdráttur Landforms ehf. Austurvegi 6 Selfossi. Uppdráttur í verki nr. 206-027, dags. 22.05.2024. Kort nr. SV07A-FJO.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða erindið eins og það er fyrir lagt.