Fara í efni

Reykjarhólsvegur 16a - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2406100

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 102. fundur - 19.06.2024

Lagður fram tölvupóstur úr máli 2406100, dagsettur 10. júní 2024 frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Madara Sudare kt. 250579-3149,Skógargötu 8, 550 Sauðárkróki, f.h. Hreinsson slf., kt. 491120-1260, um leyfi til að reka gististað í flokki II að Reykjarhólsvegi 16 A, 561 Varmahlíð. Gististaður Flokkur II minna gistiheimili.

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 41. fundur - 20.06.2024

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2024-041311. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Madara Sudare, f.h. Hreinsson slf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, minni gistiheimili án veitinga, í sumarhúsi sem stendur á lóðinni númer 16a við Reykjarhólsveg í Varmahlíð, L208433, F2297152. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.