Fara í efni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

41. fundur 20. júní 2024 kl. 09:00 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gil L145930 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2405208Vakta málsnúmer

Bjarni Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingur sækir f.h. Gilsbúsins ehf. um leyfi til að byggja hátæknifjós, viðbyggingu við fjós á jörðinni Gili, L145930. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir á BR Teiknistofu slf. af umsækjanda. Uppdrættir númer 100, 101, 102, 103, 104 og 105, dagsettir 29.04.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt, byggingarheimild veitt.

2.Gilhagi L146163 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2405190Vakta málsnúmer

Þórir Guðmundsson byggingarfræðingur sækir f.h. Karenar Eddu Kristjánsdóttur og Sverris Þórs Þórarinssonar um leyfi til að byggja fjárhús, viðbyggingu við úthús á jörðinni Gilhaga, L146163. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki HA24140, númer A-101, A-102, A-103, A-104, A-105 og A-106 dagsettir 18.04.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

3.Ljónsstaðir L230903 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.

Málsnúmer 2405580Vakta málsnúmer

Kristján Georg Leifsson byggingarfræðingur sækir f.h. Sonju S. Sigurgeirsdóttur um leyfi til að byggja frístundahús á lóðinni Ljónsstaðir, L230903 í Sæmundarhlíð. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af umsækjanda. Uppdrættir í verki 24-001, númer A-01 og A-02, dagsettir 12.05.2004. Byggingin fellur undir umfangsflokk 1. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Fyrir liggur samþykki meðeiganda. Byggingaráform samþykkt.

4.Grafargerði L146527- Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi .

Málsnúmer 2406198Vakta málsnúmer

Ingvar Jónsson byggingarfræðingur sækir f.h. Magnúsar Boga Péturssonar um leyfi til að byggja einbýlishús á jörðinni Grafargerði, L146527. Framlagður aðaluppdráttur gerður af umsækjanda. Uppdráttur í verki 23-18, númer A-01, dagsettur 12.03.2024. Byggingin fellur undir umfangsflokk 2. skv. gr. 1.3.2. í byggingarreglugerð. Byggingaráform samþykkt.

5.Reykjarhólsvegur 16a - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2406100Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2024-041311. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggingarfulltrúa varðandi umsókn Madara Sudare, f.h. Hreinsson slf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, minni gistiheimili án veitinga, í sumarhúsi sem stendur á lóðinni númer 16a við Reykjarhólsveg í Varmahlíð, L208433, F2297152. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 10:00.