Fara í efni

Viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2406113

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 102. fundur - 19.06.2024

Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir: Ný 5 ára deild í Varmahlíðarskóla frá hausti 2024, kostnaður vegna færslu grunnskólans á Hólum til Hofsóss, viðgerð á listaverkinu Faxa og undirstöðu þess, kaup á hugbúnaðarlausn frá KPMG vegna mælikvarða rekstrar og fjárhags, samtals kostnaðarauki upp á 28,9 milljónir kr.
Efnahagsviðauki upp á 43,5 milljónir til að mæta framkvæmdum við Grunnskólann austan Vatna.
Lagt er til að launapottur verði lækkaður til að koma til móts við ný launagjöld í þessum viðauka, 11,3 m.kr., að lækkuð verði upphæð áætlunar vegna sundlaugar Sauðárkróks þar sem ábati tilboða í raf- og pípulögnum nam 17 milljónum og ekki er líklegt að ráðist verði í umfangsmiklar framkvæmdir við Verknámshús FNV á þessu ári og því hægt að lækka áætlun um 30 milljónir. Það sem út af stendur, eða um 14 milljónir verði teknar af handbæru fé. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.

Jóhanna Ey Harðardóttir, Byggðalista, óskar bókað:
"Í framlögðum viðauka er gert ráð fyrir 10,5 miljónum króna í viðgerð á listaverkinu Faxa og undirstöðum þess. Að setja tug miljóna króna í viðgerð á listaverki þegar mikil þörf er á endurbótum eða uppbyggingu á grunnstoðum samfélagsins eins og leik- og grunnskólum og íþróttahús í Skagafirði. Að skapa fjölskylduvænt samfélag ætti að vera megin áhersla Skagafjarðar og tel ég þessum fjármunum betur varið í frekari uppbyggingu á leik- og grunnskólum og Íþróttahúsi. Ég mun sitja hjá í afgreiðslu á viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2024."

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð óskar bókað:
"VG og óháð geta ekki stutt þann verulega kostnað sem hefur hlotist af því að flytja Faxa til Þýskalands til að gera af honum brons afsteypu og farga hinu upprunalega listaverki. Kostnaður við þetta verkefni er ekki á fjárhagsáætlun 2024. Ekki voru kannaðar aðrar leiðir til að lagfæra Faxa, t.d. að gera við hann hér á landi og setja aftur hinn upprunalega Faxa lagfærðan á sinn stall. Á sama tíma og lagt er í þennan kostnað sitja bæði lögbundin verkefni og viðhaldsverkefni sveitarfélagsins á hakanum."

Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs óska bókað:
"Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs, Einar E. Einarsson og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir vilja ítreka áður gerðar bókanir um gildi þess að höggmyndin af Faxa sé gerð upp og endurbætt, en eins og öllum er ljóst var ástand styttunnar orðið mjög dapurt. Í þetta verkefni voru samþykktar á síðasta ári 10,5 m.kr til verksins. Ekki kom hinsvegar til greiðslu á þessum kostnaði á síðasta ári og því þarf núna að endurnýja fjárheimildina til verksins. Það er því mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að hér er ekki um viðbótarfjármagn að ræða heldur endurnýjun á fjárheimild til verksins. Áætlað er að Faxi komi endurnýjaður og uppgerður til Sauðárkróks í lok þessa árs og við hlökkum til að fá þessa glæsilegu styttu aftur á sinn stað en hann er og verður glæsilegt tákn fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð allan."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 104. fundur - 03.07.2024

Vísað frá 102. fundi byggðarráðs þann 19. júní sl. til fullnaðarafgreiðslu byggðarráðs í sumarleyfi sveitarstjórnar, bókað svoleiðis:

"Lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun 2024-2027. Viðaukinn inniheldur aukin framlög til rekstrar svo sem hér segir: Ný 5 ára deild í Varmahlíðarskóla frá hausti 2024, kostnaður vegna færslu grunnskólans á Hólum til Hofsóss, viðgerð á listaverkinu Faxa og undirstöðu þess, kaup á hugbúnaðarlausn frá KPMG vegna mælikvarða rekstrar og fjárhags, samtals kostnaðarauki upp á 28,9 milljónir kr.
Efnahagsviðauki upp á 43,5 milljónir til að mæta framkvæmdum við Grunnskólann austan Vatna.
Lagt er til að launapottur verði lækkaður til að koma til móts við ný launagjöld í þessum viðauka, 11,3 m.kr., að lækkuð verði upphæð áætlunar vegna sundlaugar Sauðárkróks þar sem ábati tilboða í raf- og pípulögnum nam 17 milljónum og ekki er líklegt að ráðist verði í umfangsmiklar framkvæmdir við Verknámshús FNV á þessu ári og því hægt að lækka áætlun um 30 milljónir. Það sem út af stendur, eða um 14 milljónir verði teknar af handbæru fé. Ekki er gert ráð fyrir lántöku hjá sveitarfélaginu Skagafirði í viðaukanum.

Jóhanna Ey Harðardóttir, Byggðalista, óskar bókað:
"Í framlögðum viðauka er gert ráð fyrir 10,5 miljónum króna í viðgerð á listaverkinu Faxa og undirstöðum þess. Að setja tug miljóna króna í viðgerð á listaverki þegar mikil þörf er á endurbótum eða uppbyggingu á grunnstoðum samfélagsins eins og leik- og grunnskólum og íþróttahús í Skagafirði. Að skapa fjölskylduvænt samfélag ætti að vera megin áhersla Skagafjarðar og tel ég þessum fjármunum betur varið í frekari uppbyggingu á leik- og grunnskólum og Íþróttahúsi. Ég mun sitja hjá í afgreiðslu á viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2024."

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð óskar bókað:
"VG og óháð geta ekki stutt þann verulega kostnað sem hefur hlotist af því að flytja Faxa til Þýskalands til að gera af honum brons afsteypu og farga hinu upprunalega listaverki. Kostnaður við þetta verkefni er ekki á fjárhagsáætlun 2024. Ekki voru kannaðar aðrar leiðir til að lagfæra Faxa, t.d. að gera við hann hér á landi og setja aftur hinn upprunalega Faxa lagfærðan á sinn stall. Á sama tíma og lagt er í þennan kostnað sitja bæði lögbundin verkefni og viðhaldsverkefni sveitarfélagsins á hakanum."

Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs óska bókað:
"Fulltrúar meirihluta Byggðarráðs, Einar E. Einarsson og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir vilja ítreka áður gerðar bókanir um gildi þess að höggmyndin af Faxa sé gerð upp og endurbætt, en eins og öllum er ljóst var ástand styttunnar orðið mjög dapurt. Í þetta verkefni voru samþykktar á síðasta ári 10,5 m.kr til verksins. Ekki kom hinsvegar til greiðslu á þessum kostnaði á síðasta ári og því þarf núna að endurnýja fjárheimildina til verksins. Það er því mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir að hér er ekki um viðbótarfjármagn að ræða heldur endurnýjun á fjárheimild til verksins. Áætlað er að Faxi komi endurnýjaður og uppgerður til Sauðárkróks í lok þessa árs og við hlökkum til að fá þessa glæsilegu styttu aftur á sinn stað en hann er og verður glæsilegt tákn fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð allan."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024-2027 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun sína frá 102. fundi byggðarráðs.

Jóhanna Ey ítrekar bókun sína frá 102. fundi byggðarráðs.

Fulltrúar meirihluta ítreka bókun meirihluta frá 102. fundi byggðarráðs.

Jóhanna Ey situr hjá við afgreiðslu málsins.

Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024-2027.