Fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun:
Menntastefnu Skagafjarðar á að endurskoða á þriggja ára fresti. Núverandi menntastefna var gefin út árið 2020 og því ætti að vera komið að endurskoðun.
Samkvæmt markmiðsgrein laga um grunnskóla nr. 91/2008 er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð, [farsæld] 1) og menntun hvers og eins.
Grunnskóli skal stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi.
Núverandi menntastefna er afar ítarleg og yfirgripsmikil.
VG og óháð leggja til að endurskoðun hennar feli í sér að útbúið verði einfalt og skýrt vinnuplagg, til lengri tíma en þriggja ára, með ákveðinni kynningu og innleiðingu í kjölfarið. Að þeirri vinnu komi ekki einungis sérfræðingar fjölskyldusviðs, skólastjórnendur og kennarar, heldur einnig nemendur og foreldrar til að tryggja aðkomu allra þeirra sem eiga að hafa slíka stefnu að leiðarljósi. Aðilum annarra menntastiga og atvinnulífsins verði einnig boðnir velkomnir í þessari vinnu.
Starfsmönnum nefndarinnar verði falið að annast skipulag og umsjá með þessari vinnu.
Fræðslunefnd tekur undir tillögu VG og óháðra um að endurskoðun menntastefnu feli í sér að útbúið verði einfalt og skýrt vinnuplagg. Leggur nefndin einnig áherslu á að skýr, tímasett og mælanleg markmið verði hluti af stefnunni líkt og bókað var undir 6. dagskrárlið. Mikilvægt er að vanda til verka, byggja á gögnum og bjóða alla hagaðila að borðinu við vinnu að menntastefnu fyrir öll skólastig.
Stefnt hefur verið að því að endurskoðun menntastefnu hefjist á haustmánuðum að loknum öðrum stórum verkefnum sem fræðslunefnd og starfsfólk hafa unnið í undanfarna mánuði, þ.m.t. vinnu spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum og úrlausnir í leikskólamálum í Varmahlíð.
Lögð er til eftirfarandi breytingartillaga:
Fræðslunefnd leggur til að menntastefna Skagafjarðar verði tekin til endurskoðunar og útbúin einföld stefna með skýrum, tímasettum og mælanlegum markmiðum. Stefnan skal byggjast á gögnum og nauðsynlegri undirbúningsvinnu þar sem staða skóla í Skagafirði er kortlögð m.t.t. samanburðarmælinga og helstu áskorana í menntun barna á landsvísu. Nefndin leggur áherslu á að menntastefnan verði fyrir öll skólastig og að allir helstu hagaðilar hafi tækifæri til að koma að vinnunni. Þá skiptir máli að stefnunni verði fylgt eftir með markvissri innleiðingu. Fræðslunefnd felur starfsfólki að skipuleggja vinnufund með stjórnendum allra skólastiga í haust til þess að ræða sameiginlega nálgun á það hvernig vinna við nýja stefnu verður unnin og hvernig afurðin verður.
Menntastefnu Skagafjarðar á að endurskoða á þriggja ára fresti. Núverandi menntastefna var gefin út árið 2020 og því ætti að vera komið að endurskoðun.
Samkvæmt markmiðsgrein laga um grunnskóla nr. 91/2008 er hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð, [farsæld] 1) og menntun hvers og eins.
Grunnskóli skal stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
Grunnskóli skal stuðla að góðu samstarfi heimilis og skóla með það að markmiði að tryggja farsælt skólastarf, almenna velferð og öryggi.
Núverandi menntastefna er afar ítarleg og yfirgripsmikil.
VG og óháð leggja til að endurskoðun hennar feli í sér að útbúið verði einfalt og skýrt vinnuplagg, til lengri tíma en þriggja ára, með ákveðinni kynningu og innleiðingu í kjölfarið. Að þeirri vinnu komi ekki einungis sérfræðingar fjölskyldusviðs, skólastjórnendur og kennarar, heldur einnig nemendur og foreldrar til að tryggja aðkomu allra þeirra sem eiga að hafa slíka stefnu að leiðarljósi. Aðilum annarra menntastiga og atvinnulífsins verði einnig boðnir velkomnir í þessari vinnu.
Starfsmönnum nefndarinnar verði falið að annast skipulag og umsjá með þessari vinnu.
Fræðslunefnd tekur undir tillögu VG og óháðra um að endurskoðun menntastefnu feli í sér að útbúið verði einfalt og skýrt vinnuplagg. Leggur nefndin einnig áherslu á að skýr, tímasett og mælanleg markmið verði hluti af stefnunni líkt og bókað var undir 6. dagskrárlið. Mikilvægt er að vanda til verka, byggja á gögnum og bjóða alla hagaðila að borðinu við vinnu að menntastefnu fyrir öll skólastig.
Stefnt hefur verið að því að endurskoðun menntastefnu hefjist á haustmánuðum að loknum öðrum stórum verkefnum sem fræðslunefnd og starfsfólk hafa unnið í undanfarna mánuði, þ.m.t. vinnu spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum og úrlausnir í leikskólamálum í Varmahlíð.
Lögð er til eftirfarandi breytingartillaga:
Fræðslunefnd leggur til að menntastefna Skagafjarðar verði tekin til endurskoðunar og útbúin einföld stefna með skýrum, tímasettum og mælanlegum markmiðum. Stefnan skal byggjast á gögnum og nauðsynlegri undirbúningsvinnu þar sem staða skóla í Skagafirði er kortlögð m.t.t. samanburðarmælinga og helstu áskorana í menntun barna á landsvísu. Nefndin leggur áherslu á að menntastefnan verði fyrir öll skólastig og að allir helstu hagaðilar hafi tækifæri til að koma að vinnunni. Þá skiptir máli að stefnunni verði fylgt eftir með markvissri innleiðingu. Fræðslunefnd felur starfsfólki að skipuleggja vinnufund með stjórnendum allra skólastiga í haust til þess að ræða sameiginlega nálgun á það hvernig vinna við nýja stefnu verður unnin og hvernig afurðin verður.
Samþykkt samhljóða.