Fara í efni

Smölun ágangsfjár

Málsnúmer 2406235

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 104. fundur - 03.07.2024

Sveitarfélaginu barst beiðni um smölun ágangsfjár úr heimalandi í samræmi við 33. gr. laga nr. 6/1986 og álit Umboðsmanns alþingis í máli nr. 11167/2021, dagsett 11. október 2022.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna að lausn málsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 105. fundur - 10.07.2024

Mál áður tekið fyrir á 104 fundi byggðarráðs þann 3. júlí sl.

Undir þessum lið sat Arnór Halldórsson hæstaréttarlögmaður í gegnum fjarfundarbúnað.

Arnór reifaði helstu málavexti og málið rætt í byggðarráði.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að halda áfram að vinna að málinu í samráði við Arnór Halldórsson lögmann.