Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

105. fundur 10. júlí 2024 kl. 14:00 - 16:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varam.
    Aðalmaður: Gísli Sigurðsson
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Á 28. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 19. júní 2024, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, skv. III. kafla 8. gr. samþykkta sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 20. júní og lýkur 21. ágúst 2024.

Baldur Hrafn Björnsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Smölun ágangsfjár

Málsnúmer 2406235Vakta málsnúmer

Mál áður tekið fyrir á 104 fundi byggðarráðs þann 3. júlí sl.

Undir þessum lið sat Arnór Halldórsson hæstaréttarlögmaður í gegnum fjarfundarbúnað.

Arnór reifaði helstu málavexti og málið rætt í byggðarráði.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að halda áfram að vinna að málinu í samráði við Arnór Halldórsson lögmann.

2.Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 2407019Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu barst erindi frá Háskóla-, innviða- og nýsköpunarráðuneyti dagsett 2. júlí 2024 þar sem sveitarfélaginu er boðið 80.000 kr. styrkur til að kosta jarðvinnu við að tengja hvert heimilisfang sem er ótengt við ljósleiðara fyrir árslok 2026.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

3.Félagsheimili Rípurhrepps - erindi frá íbúum í Hegranesi

Málsnúmer 2407068Vakta málsnúmer

Byggðarráð bauð íbúum upp á samtal við byggðarráð vegna fyrirhugaðrar sölu á nokkrum félagsheimilum í Skagafirði þann 26. júní sl. Í félagsheimili Rípurhrepps í Hegranesi mættu um 30 manns og sköpuðust líflegar umræður.
Í kjölfar þessa samtals sendu íbúar, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi Sveitarstjórn Skagafjarðar erindi þann 5. júlí sl. þar sem þess er farið á leit að Skagafjörður gangi ekki til þess að auglýsa Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigenda í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Íbúar, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi hafa í hyggju að stofna félag um eignina.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða forsvarsmönnum félagsins til fundar við byggðarráð að afloknum stofnfundi og stjórnarkjöri sem fyrirhugað er í júlí samkvæmt framlagðri verkáætlun.

4.Helluland - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2406101Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 24. júní frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra úr máli 2024-043793. Með vísan til 10. gr. laga nr. 85/2007, og 26. gr. reglugerðar. nr. 1277/2016 er óskað umsagnar byggðarráðs varðandi umsókn Martina Peony Wiedemann um leyfi til að reka gististað í flokki IV - C, minna gistiheimili í einbýlishúsi á jörðinni Hellulandi, L146382, F2142383.

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

5.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir

Málsnúmer 2407062Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 4. júlí sl. vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða í grunnskólum og framlögum sem sveitarfélaginu mun berast vegna málsins á haustönn 2024.

6.Samráð; Áform um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun

Málsnúmer 2407002Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 28. júní sl. þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 130/2024, "áform um breytingu á lögum um svæðisbunda flutningsjöfnun". Umsagnarfrestur er til og með 15. ágúst nk.

7.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7

Málsnúmer 2407001FVakta málsnúmer

Fundargerð 7. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 4. júlí 2024 lögð fram til fullnaðarafgreiðslu á 105. fund byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7 Lagt fram samningsform um þrifabeitarhólf innan bæjarlandsins.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera skriflega samninga um þau hólf sem þykir þörf á að beita, eftir framlögðum samningsdrögum með áorðnum breytingum, við þá sem haft hafa umrædd þrifabeitarhólf til afnota á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 105. fundi byggðarráðs 10. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7 Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að Gísli Jóhannsson fyrrum bóndi í Bjarnastaðahlíð segi af sér formennsku Fjallskilanefndar Hofsafréttar og er honum þakkað kærlega fyrir áratuga starf. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að við taki Jón Ragnar Gíslason, gangnastjóri Hofsafréttar og bóndi í Bjarnastaðahlíð. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 105. fundi byggðarráðs 10. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7 Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að veita 200.000 kr. af fjármunum deildar 13210 til endurbóta á Rósarétt og niðurrifs á elsta hluta hennar, sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falið að ráða aðila til verksins. Sviðsstjóra einnig falið að leita eftir aðila eða samtökum, sem haft gætu umsjón með réttinni og 10.000 m2 hólfi við hana, svo hún megi nýtast til áningar fyrir ferðafólk með hross. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 105. fundi byggðarráðs 10. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7 Sveitarfélagið Skagafjörður fékk 3.000.000 kr. úr Styrkvegasjóði Vegagerðarinnar fyrir árið 2024.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi úthlutun:

    Hrollleifsdalsvegur 900.000 kr.




    Staðarafrétt - Þúfnavallaleið
    200.000 kr.
    Deildardalsafrétt - báðir dalir
    500.000 kr.
    Molduxaskarðsvegur 200.000 kr.
    Gilsbakkavegur 700.000 kr.
    Hlíðarréttarvegur - Bjarnastaðarhlíð 200.000 kr.
    Kálfárdalsvegur 300.000 kr.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 105. fundi byggðarráðs 10. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7 Landbúnaðar og innviðanefnd fagnar því að Matvælaráðherra ætli að skipa nýjan og þá smærri vinnuhóp til að meta umfang þess tjóns sem illviðrið hafði sem gekk yfir landið 3. til 8. júní s.l. og gera þá í framhaldinu tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við það tjón. Eitt af fyrstu verkefnum hópsins verður að koma á skipulagðri gagnasöfnun, sem að öllum líkindum verður rafræn, en ekki liggur fyrir hvenær formleg tjónaskráning hefst. Það er því mikilvægt að bændur skrái á meðan vel og nákvæmlega hjá sér allt það tjón sem þeir tengja umræddu óveðri hvort sem það eru afföll skepna eða tjón á ræktarlöndum, túnum eða ökrum. Góð skráning er forsenda þess að bændur fái tjón sitt bætt, að því marki sem hægt verður. Landbúnaðar- og innviðanefnd vonast til að vinna nýja starfshópsins gangi hratt og vel þó ljóst sé að ekki verður hægt að leggja endanlegt mat á tjónið fyrr en að loknum smalamennskum í haust. Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 105. fundi byggðarráðs 10. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7 Rætt um öryggi fyrir gangandi vegfarendur við leikskólann Ársali eldra stig og mikilvægi þess að það verði tryggt með viðeigandi hætti.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að koma með tillögu að framkvæmdum og kostnaðaráætlun fyrir næsta fund nefndarinnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 105. fundi byggðarráðs 10. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7 Lagt var fram bréf frá Jóhannesi H. Ríkharðssyni formanni veiðifélags Miklavatns og Fljótaár í Fljótum þar sem hann lýsir áhyggjum af rísandi vatnsyfirborði Miklavatns.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að skoða málið með landeigendum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 105. fundi byggðarráðs 10. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7 Landbúnaðar- og innviðanefnd tók fyrir erindi frá Helgu Rósu Guðjónsdóttur sem lýsir áhyggjum sínum vegna lausagöngu hunda við Áshildarholtsvatn á varptíma. Lausaganga hunda er bönnuð innan þéttbýlismarka en á ábyrgð hundaeiganda í dreifbýli.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd vill árétta mikilvægi þess að eigendur hunda sýni ábyrgð og tryggi að hundar valdi ekki ónæði eða skaða á dýralífi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 105. fundi byggðarráðs 10. júlí 2024 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 7 Nefndin fór yfir fjárhagsramma vegna málaflokks 11 umhverfismál.
    Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 7. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 105. fundi byggðarráðs 10. júlí 2024 með þremur atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:00.