Fara í efni

Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

Málsnúmer 2407019

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 105. fundur - 10.07.2024

Sveitarfélaginu barst erindi frá Háskóla-, innviða- og nýsköpunarráðuneyti dagsett 2. júlí 2024 þar sem sveitarfélaginu er boðið 80.000 kr. styrkur til að kosta jarðvinnu við að tengja hvert heimilisfang sem er ótengt við ljósleiðara fyrir árslok 2026.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 108. fundur - 15.08.2024

Málið var áður á dagskrá 104. fundar byggðarráðs þann 8. júlí sl.

Lagt fram tilboð frá Háskóla-, innviða- og nýsköpunarráðuneyti dagsett 2. júlí 2024 þar sem sveitarfélaginu er boðin styrkur til að kosta jarðvinnu við að tengja hvert heimilisfang sem er ótengt við ljósleiðara fyrir árslok 2026.

Áður en framkvæmdir hefjast á grundvelli styrks frá sjóðnum þá þarf sveitarfélagið að kanna eftirfarandi:
1. Hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast tengja styrkhæf heimilisföng á markaðslegum forsendum.
2. Hvort fjarskiptafyrirtæki hyggjast leggja og tengja eigið ljósleiðaranet í skurði/lagnaleiðir sem sveitarfélagið kostar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að kanna ofangreint. Byggðarráð samþykkir samhljóða tilboð ráðuneytisins með fyrirvara um niðurstöðu ofangreindar könnunar.

Byggðarráð Skagafjarðar - 114. fundur - 24.09.2024

Lagður fram til kynningar samningur um styrkta ljósleiðaravæðingu í þéttbýli utan markaðssvæða. Sveitarstjóri undirritaði samninginn fyrir hönd Skagafjarðar þann 19. september 2024.