Félagsheimili Rípurhrepps - erindi frá íbúum í Hegranesi
Málsnúmer 2407068
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 109. fundur - 21.08.2024
Málið áður tekið fyrir á 105. fundi byggðarráðs Skagafjarðar 8. júlí sl.
Í júlí sl. barst erindi frá íbúum og jarða- og lóðaeigendum í Hegranesi þar sem þess var farið á leit að Skagafjörður gangi ekki til þess að auglýsa Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Upplýst var í erindinu að fyrrgreindir aðilar hefðu í hyggju að stofna félagasamtök sem farið gætu með eignarhald og rekstrarumsjón hússins að undangengnum samningum við sveitarfélagið Skagafjörð. Fyrir liggja nú samþykktir Íbúasamtaka og hollvina Hegraness og upplýsingar um stjórn félagsins en skv. Fyrirtækjaskrá er skráningu félagsins ekki lokið og íbúasamtökunum ekki enn verið úthlutað kennitölu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að boða forsvarsmenn félagsins á næsta fund byggðarráðs.
Í júlí sl. barst erindi frá íbúum og jarða- og lóðaeigendum í Hegranesi þar sem þess var farið á leit að Skagafjörður gangi ekki til þess að auglýsa Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Upplýst var í erindinu að fyrrgreindir aðilar hefðu í hyggju að stofna félagasamtök sem farið gætu með eignarhald og rekstrarumsjón hússins að undangengnum samningum við sveitarfélagið Skagafjörð. Fyrir liggja nú samþykktir Íbúasamtaka og hollvina Hegraness og upplýsingar um stjórn félagsins en skv. Fyrirtækjaskrá er skráningu félagsins ekki lokið og íbúasamtökunum ekki enn verið úthlutað kennitölu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að boða forsvarsmenn félagsins á næsta fund byggðarráðs.
Byggðarráð Skagafjarðar - 110. fundur - 28.08.2024
Mál áður á dagskrá 105. fundar byggðarráðs þann 8. júlí sl. og 109. fundar byggðarráðs þann 21. ágúst sl.
Undir þessum lið mættu til fundar Sigríður Ellen Arnardóttir formaður stjórnar og prókúruhafi óstofnaðs félags ásamt Ómari Kjartanssyni, Hildi Magnúsdóttur, Sigríði Ingólfsdóttur og Maríu Eymundsdóttur stjórnarmönnum félagsins.
Í júlí sl. sendi hópur íbúa, jarða- og lóðaeigenda í Hegranesi sveitarfélaginu erindi þar sem þess var farið á leit að Skagafjörður auglýsi ekki Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Á 109. fundi byggðarráðs var það samþykkt að boða forsvarsmenn óstofnaðs félags á fund byggðarráðs.
Byggðarráð þakkar gestum fyrir komuna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Undir þessum lið mættu til fundar Sigríður Ellen Arnardóttir formaður stjórnar og prókúruhafi óstofnaðs félags ásamt Ómari Kjartanssyni, Hildi Magnúsdóttur, Sigríði Ingólfsdóttur og Maríu Eymundsdóttur stjórnarmönnum félagsins.
Í júlí sl. sendi hópur íbúa, jarða- og lóðaeigenda í Hegranesi sveitarfélaginu erindi þar sem þess var farið á leit að Skagafjörður auglýsi ekki Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Á 109. fundi byggðarráðs var það samþykkt að boða forsvarsmenn óstofnaðs félags á fund byggðarráðs.
Byggðarráð þakkar gestum fyrir komuna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Í kjölfar þessa samtals sendu íbúar, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi Sveitarstjórn Skagafjarðar erindi þann 5. júlí sl. þar sem þess er farið á leit að Skagafjörður gangi ekki til þess að auglýsa Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigenda í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Íbúar, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi hafa í hyggju að stofna félag um eignina.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða forsvarsmönnum félagsins til fundar við byggðarráð að afloknum stofnfundi og stjórnarkjöri sem fyrirhugað er í júlí samkvæmt framlagðri verkáætlun.