Fara í efni

Félagsheimili Rípurhrepps - erindi frá íbúum í Hegranesi

Málsnúmer 2407068

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 105. fundur - 10.07.2024

Byggðarráð bauð íbúum upp á samtal við byggðarráð vegna fyrirhugaðrar sölu á nokkrum félagsheimilum í Skagafirði þann 26. júní sl. Í félagsheimili Rípurhrepps í Hegranesi mættu um 30 manns og sköpuðust líflegar umræður.
Í kjölfar þessa samtals sendu íbúar, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi Sveitarstjórn Skagafjarðar erindi þann 5. júlí sl. þar sem þess er farið á leit að Skagafjörður gangi ekki til þess að auglýsa Félagsheimili Rípurhrepps til sölu heldur gangi til viðræðna við íbúa, jarða- og lóðaeigenda í Hegranesi um framtíð félagsheimilisins. Íbúar, jarða- og lóðaeigendur í Hegranesi hafa í hyggju að stofna félag um eignina.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða forsvarsmönnum félagsins til fundar við byggðarráð að afloknum stofnfundi og stjórnarkjöri sem fyrirhugað er í júlí samkvæmt framlagðri verkáætlun.