Fara í efni

Fræðslunefnd - 30

Málsnúmer 2408008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 29. fundur - 21.08.2024

Fundargerð 30. fundar fræðslunefndar frá 15. ágúst 2024 lögð fram til afgreiðslu á 29. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 30 Áform um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 (námsmat) lagðar fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslunefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 30 Drög að verklagsreglum um skráningardaga í leikskólum í Skagafirði lagðar fram í framhaldi af bókun á 29. fundi fræðslunefndar. Fræðslunefnd samþykkir verklagsreglurnar samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslunefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 30 Lögð fram tillaga að gjaldskrá í grunnskólum sem felur í sér að gjaldskrá fyrir skólamáltíðir verði hækkaðar að raunkostnaði en skólamáltíðir jafnframt niðurgreiddar að fullu af hálfu sveitarfélagsins og ríkisins, í samræmi við bókun við málsnúmer 2407024 á 29. fundi fræðslunefndar.

    Lögð er fram eftirfarandi breytingartillaga frá Kristófer Má Maronssyni sem send var nefndarmönnum í tölvupósti fyrir fund:

    Lagt er til að í stað þess að tekið sé fram í gjaldskránni hver hlutur ríkisins og Skagafjarðar sé nákvæmlega standi: „Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu.“

    Þá er lagt til að í samræmi við samþykki sveitarstjórnar að í stað 4,9% hækkunar 1. janúar 2024 verði 3% hækkun á gjaldskrá grunnskóla er varðar frístund og verði því dvalargjald 305 kr. og síðdegishressing 263 kr. máltíðin, frá 1. júní 2024 og er því lagt til að gjaldskráin taki gildi aftur í tímann, frá 1. júní 2024.

    Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.

    Fræðslunefnd óskar eftir því að útfærsla við skráningu í mat verði á þann hátt að foreldrar sjái hversu stórt hlutfall skólamáltíða er greitt af skattgreiðendum í Skagafirði og hversu stórt hlutfall kemur frá Jöfnunarsjóði. Skráning verði fyrir hverja önn en foreldrum verði gefinn kostur á að skrá börn úr mat sé um fyrirsjáanlega fjarveru frá skóla að ræða til þess að hægt sé að aðlaga eldað magn og minnka þannig matarsóun. Þá ítrekar nefndin mikilvægi þess að skrá þurfi nýtingu og matarsóun eins og kostur er, t.a.m. verði hægt að greina hvort fjarvera nemanda frá mat sé vegna veikinda eða leyfis, eða hvort nemendur mæti ekki til matar þrátt fyrir að vera í skólanum og skráðir í mat. Jafnframt óskar nefndin eftir því að áfram verði fylgst með raunkostnaði sveitarfélagsins við skólamáltíðir svo hægt sé að viðhalda gjaldskrá og þar með kostnaðarvitund foreldra, þrátt fyrir fulla niðurgreiðslu skólamáltíða fyrir nemendur. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur m.a. beðið sveitarfélög um að safna upplýsingum um skráningu og raunkostnað. Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að finna skynsamlega leið í samráði við skólastjórnendur og aðra viðeigandi aðila til þess að hægt sé að útfæra skráningu og safna téðum upplýsingum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslunefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 30 Ársskýrsla Farskólans - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, lögð fram til kynningar. Skagafjörður er einn af stofnaðilum Farskólans. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslunefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 30 Tvö mál tekin fyrir og færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 30. fundar fræðslunefndar staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar 21. ágúst 2024 með níu atkæðum.