Fræðslunefnd - 31
Málsnúmer 2408024F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024
Fundargerð 31. fundar fræðslunefndar frá 24. september 2024 lögð fram til afgreiðslu á 31. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 31 Lagður fram tölvupóstur dags. 16. ágúst 2024 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 156/2024, "Breyting á lögum um grunnskóla (námsmat)". Í drögum að frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um grunnskóla um aukna fjölbreytni matstækja sem standa grunnskólum til boða, gagnaöflun og nýtt fyrirkomulag skyldubundins samræmds námsmats. Umsagnarfrestur er til og með 01.10.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 31 Tölvupóstur frá mennta- og barnamálaráðuneyti lagður fram til kynningar. Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til Menntaþings mánudaginn 30. september kl. 9:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica og í streymi. Á þinginu verður rætt um stöðu menntakerfisins, yfirstandandi breytingar og næstu skref í menntaumbótum með kynningu á fyrirhugaðri 2. aðgerðaáætlun í menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030. Niðurstöður samtalsins verða nýttar við endanlega mótun áætlunarinnar. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 31 Samband íslenskra sveitarfélaga fær mjög reglulega fyrirspurnir um mat á hæfi enda getur verið krefjandi að meta hvort vanhæfi sé til staðar sérstaklega í ljósi þess að skoða þarf samspil samþykkta, sveitarstjórnarlaga og stjórnsýslulaga. Sambandið hefur því tekið saman leiðbeiningar fyrir sveitarstjórnarfólk og nefndarfólk sveitarstjórna við mat á hæfi sem vonandi koma til með að auðvelda sveitarstjórnarfólki að leggja mat á hæfi sitt. Umræddar leiðbeiningar lagðar fram fyrir fræðslunefnd til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 31 Uppfærð skóladagatöl leikskóla með skráningardögum lögð fram. Um er að ræða 20 skráningardaga í hverjum leikskóla og er eftir fremsta megni reynt að samræma skráningardaga við frídaga grunnskóla og klemmudaga, þ.e. þegar virkur dagur lendir á milli tveggja frídaga. Fræðslunefnd staðfestir fyrirliggjandi skóladagatöl samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 31 Við upphaf skólaársins 2024-2025 er heildarnemendafjöldi í leikskólum Skagafjarðar 246 og hefur fjölgað um einn frá fyrra ári. Grunnskólabörn eru 556 talsins en voru 562 við upphaf síðasta skólaárs. Ekki liggja enn fyrir endanlegar tölur vegna Tónlistarskóla Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 31 GraphoGame lestrarleikur er nýtt smáforrit sem hjálpar börnum og fullorðnum að læra undirstöðurnar í lestri á íslensku. Í leiknum aðlagar forritið sig að lærdómsgetu hvers og eins og þjálfar viðkomandi í að þekkja stafi og hljóð, atkvæði o.fl. Leikurinn hentar vel börnum á aldrinum 4 til 9 ára, en einnig öllum sem eru að læra undirstöðurnar í íslensku. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra að eiga samtal við skólastjórnendur leik- og grunnskóla um tækifærin sem felast í notkun smáforritsins í skólastarfi. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
-
Fræðslunefnd - 31 Lagðar voru fram rekstrartölur tónlistarskóla síðustu ára en þar kemur fram að tekjur hafa farið minnkandi á meðan nemendafjöldi hefur aukist. Sviðsstjóri fór yfir stöðu á skipulagningu kennslu í byrjun skólaárs en síðustu vikur hefur mikill tími sviðsstjóra og mannauðsstjóra, í fjarveru skólastjóra, farið í að kortleggja stöðuna, afla gagna, yfirfara stöðuheimildir, skipulag og rekstur starfseiningarinnar og funda með kennurum skólans. Sú vinna er langt komin og verður vonandi lagt lokahönd á hana í næstu viku með skólastjóra tónlistarskólans. Flestir nemendur hafa þegar hafið nám þetta skólaárið.
Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að skipaður verði starfshópur til að fara yfir rekstur og móta framtíðarstefnu fyrir Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi VG og óháðra óskar bókað: Samkvæmt upplýsingum frá kennurum tónlistarskóla Skagafjarðar er ljóst að ætlunin er að endurskipuleggja fyrirkomulag kennslunnar og skera niður fjölda kennslustunda hjá einhverjum kennurum. VG og óháð harma hvernig komið er fyrir tónlistarnámi í sveitarfélaginu og þá skerðingu sem stefnir í að verði á tónlistarkennslu í Skagafirði.
Fulltrúar allra flokka óska að eftirfarandi sé bókað: Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um skerðingu eða breytingu á fjárheimildum til tónlistarskóla Skagafjarðar. Mikilvægt er að fara yfir rekstur skólans og komast að því hvers vegna umræða um skerðingu kemur upp meðal kennara. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.
Álfhildur Leifsdóttir ítrekar bókun fulltrúa VG og óháðra frá 31. fundi fræðslunefndar, svohljóðandi:
"Samkvæmt upplýsingum frá kennurum tónlistarskóla Skagafjarðar er ljóst að ætlunin er að endurskipuleggja fyrirkomulag kennslunnar og skera niður fjölda kennslustunda hjá einhverjum kennurum. VG og óháð harma hvernig komið er fyrir tónlistarnámi í sveitarfélaginu og þá skerðingu sem stefnir í að verði á tónlistarkennslu í Skagafirði."
Fulltrúar allra flokka ítreka bókun frá fundi fræðslunefndar, svohljóðandi:
"Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um skerðingu eða breytingu á fjárheimildum til tónlistarskóla Skagafjarðar. Mikilvægt er að fara yfir rekstur skólans og komast að því hvers vegna umræða um skerðingu kemur upp meðal kennara." -
Fræðslunefnd - 31 Tvö mál tekin fyrir og færð í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 31. fundar fræðslunefndar staðfest á 31. fundi sveitarstjórnar 23. október 2024 með níu atkæðum.