Fara í efni

Breytingar á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis

Málsnúmer 2408190

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 119. fundur - 30.10.2024

Lögð fram drög að samningi um samstarf á sviði endurhæfingar en um er að ræða fyrirkomulag sem komið er á í kjölfar breytinga á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga. Vonast er til að með auknu og bættu samstarfi allra sem koma að málum endurhæfingar megi einfalda þjónustuferla verulega til þess að tryggja að fólk falli ekki á milli kerfa. Þjónustuaðilar teljast félagsþjónustur sveitarfélaga, heilsugæsla á hverjum stað , VIRK, Vinnumálastofnun og Tryggingastofnun. Samhæfingarteymi munu taka til starfa en þar er gert ráð fyrir þátttöku allra þjónustuaðila, meðal annars frá félagsþjónustu sveitarfélaga þar sem fjalla á sérstaklega um málefni einstaklinga með samsettar og flóknar þarfir fyrir þjónustu og stuðning. Samningurinn gerir ráð fyrir að samhæfingarteymin verði sex eða fleiri, eitt verður á Norðurlandi og skipting sveitarfélaga í teymi á landsvísu gerir ráð fyrir að Skagfjörður verði í því teymi.

Byggðarráð samþykkir framlögð drög samhljóða jafnframt því að veita sviðsstjóra fjölskyldusviðs Skagafjarðar umboð til að skrifa undir samninginn fyrir hönd Skagafjarðar á haustfundi Samtaka stjórnenda í velferðarþjónustu sveitarfélaga sem haldinn verður þann 31. október nk.