Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu fyrir byggðarráð til afgreiðslu:
"VG og óháð gera þá verklagsreglu að tillögu sinni að ef höfðað sé mál á hendur sveitarfélagsins, höfði sveitarfélagið mál eða falli dómur í máli sem viðkemur sveitarfélaginu, þá séu sveitarstjórnarfulltrúar upplýstir um upphaf, framvindu og lyktir slíkra mála af hálfu sveitarstjóra. Í sveitarstjórnarlögum 138/2011 II kafla, 8.gr segir "Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags" og er því nauðsynlegt að sveitarstjórn sé vel upplýst um kærur og málaferli sem viðkoma Skagafirði."
Byggðarráð samþykkir að leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að ef höfðað verði mál á hendur sveitarfélaginu Skagafirði, höfði sveitarfélagið mál á hendur öðrum aðilum eða falli dómur í máli sem við kemur sveitarfélaginu, þá verði byggðarráði kynnt um upphaf, framvindu og lyktir slíkra mála, eftir atvikum í trúnaðarbók eftir eðli mála."
"VG og óháð gera þá verklagsreglu að tillögu sinni að ef höfðað sé mál á hendur sveitarfélagsins, höfði sveitarfélagið mál eða falli dómur í máli sem viðkemur sveitarfélaginu, þá séu sveitarstjórnarfulltrúar upplýstir um upphaf, framvindu og lyktir slíkra mála af hálfu sveitarstjóra. Í sveitarstjórnarlögum 138/2011 II kafla, 8.gr segir "Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags" og er því nauðsynlegt að sveitarstjórn sé vel upplýst um kærur og málaferli sem viðkoma Skagafirði."
Byggðarráð samþykkir að leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að ef höfðað verði mál á hendur sveitarfélaginu Skagafirði, höfði sveitarfélagið mál á hendur öðrum aðilum eða falli dómur í máli sem við kemur sveitarfélaginu, þá verði byggðarráði kynnt um upphaf, framvindu og lyktir slíkra mála, eftir atvikum í trúnaðarbók eftir eðli mála."
Byggðarráð samþykkir samhljóða breytingartillöguna.