Fara í efni

Hjalli L146299 - Umsókn um landskipti og stofnun bygginarreits - Hornskarpur

Málsnúmer 2409166

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 60. fundur - 03.10.2024

Hildur Bjarnadóttir sækir um fyrir hönd landeigenda Hjalla L146299 Flugumýri kúabú ehf. um að stofnuð verði ný lóð samanber merkjalýsingu.
Landið er í dag ca. 240 ha og verður eftir breytingu 222 ha., nýja landið verður 18 ha og engin réttindi eða hlunnindi fylgja nýja skikanum.
Óskað er eftir því að nýja landið muni heita Hornskarpur sem er vísun í örnefni á svæðinu. Kvöð verður um akstur frá L146299 sem aðkomu að nýja skikanum.
Landskipti þessi samræmast Aðalskipulagi Akrahrepps 2010-2022.
Jafnframt er óskað eftir stofnun 22.400 m² bygginarreits fyrir 250 m² frístundarhús.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti, að landið fái heitið Hornskarpur og að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.