Fara í efni

Stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 2409232

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 26. fundur - 26.09.2024

Lögð fram stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 115. fundur - 02.10.2024

Vísað frá 26. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Lögð fram stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggðarráðs."

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1947. Stofnskrá og reglugerð safnsins var samþykkt árið 1951. Þessi stofnskrá hefur aldrei verið uppfærð og vísar því í lög og stjórnskipulag sem ekki er lengur fyrir hendi. Nauðsynlegt þótti því að uppfæra stofnskrána enda ein af forsendum rekstrarleyfis safnsins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024

Vísað frá 115. fundi byggðarráðs frá 2. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 26. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 26. september 2024, þannig bókað:
"Lögð fram stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá og visar málinu til byggðarráðs."

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga var stofnað árið 1947. Stofnskrá og reglugerð safnsins var samþykkt árið 1951. Þessi stofnskrá hefur aldrei verið uppfærð og vísar því í lög og stjórnskipulag sem ekki er lengur fyrir hendi. Nauðsynlegt þótti því að uppfæra stofnskrána enda ein af forsendum rekstrarleyfis safnsins.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagða stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum fyrirlagða stofnskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.