Fara í efni

Deiliskipulag Gamla bæjarins - Lóðarumsókn og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 2409311

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 60. fundur - 03.10.2024

Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga sækir um lóðir/svæði austan við Aðalgötu 16 b og Aðalgötu 20 b skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki nr. 30370100 sem gerður var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Kaupfélag Skagfirðinga sér fyrir sér að fjölga gistirýmum á reitnum, í dag eru 28 herbergi í Aðalgötu 16b en ætlunin er að fjölga þeim í a.m.k. 50 herbergi til að reka hótel á ársgrunni.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir fundi með Kaupfélagi Skagfirðinga vegna málsins.