Fara í efni

Veitingahúsið Sauðá - Lóðarmál

Málsnúmer 2410016

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 60. fundur - 03.10.2024

Róbert Óttarsson óskar eftir fyrir hönd lóðarhafa Ljónagryfjunnar ehf. að gerð verði breyting á lóðarblaði og lóðarleigusamningi fyrir lóð 70 við Sauðárhlíð L144009 þar sem veitingahúsið Sauðá stendur. Óskað er eftir að afnema innakstursbann inn á planið við veitingarhúsið.

Frá því að reksturinn byrjaði hefur orðið þróun í nærumhverfinu sem breytir ýmsu varðandi fyrstu hugmyndir á veitingarstaðnum t.d. stór bættar aðstæður og flottar framkvæmdir sveitarfélagsins í Litla-Skógi.
Þar sem að deiliskipulag á svæðinu er í vinnslu og samkvæmt þeim drögum var gert ráð fyrir að innkeyrsla verði leyfð inn á planið og jafnvel verði gert ráð fyrir að gestir Litla-Skógar geti ekið þarna inn líka. Þá þykir okkur rökrétt að þessu innaksturs banni verði aflétt sem fyrst og eru góð rök með því að nú þegar hefur verið gert mat á umferð og hættumat á þessu gatnamótum sem renna stoðum undir það að leyfa innakstur á svæðið.

Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
Heildarendurskoðun á aðkomu að Litla-Skógi og veitingastaðnum Sauðá:
Sæmundarhlíð er stofngata sem tengir Hlíðarhverfi við neðri hluta Sauðárkróks og um leið er hún megin tenging við skólahverfi bæjarins. Ljóst er að umferðarþungi gangandi og hjólandi vegfarenda, ásamt bílaumferð er mikill um Sæmundarhlíðina, sérstaklega á álagstímum.
Á íbúafundi sem haldin var 30. apríl 2024 í tengslum við deiliskipulagsvinnu sem átti sér stað fyrir Tjaldsvæði í Sauðárgili, komu áhyggjur íbúa í ljós varðandi innakstur á lóð Sauðá og tengingu þess við nýja aðkomu að Litla-Skógi.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Litla-Skógi að undanförnu og mun það auka aðsókn að svæðinu. Aðkoma viðbragðsaðila að skóginum er nú þegar verulega ábótavant þar sem eina aðkoman í dag er um lóð heimavistar Fjölbrautaskólans.
Á þeim tíma sem veitingastaðurinn Sauðá hefur starfað hafa dæmin sýnt að bílaumferð mun ávallt fylgja staðnum. Notkun bílastæða og útskota við nálægar skólabyggingar og önnur mannvirki skapa hættulegar aðstæður þegar vegfarendur úr bílum ganga þvert yfir götu Sæmundarhlíðar. Umferð þessari þarf að stýra með það að markmiði að draga úr líkum á slysum.
Ég ljósi þessa hér á undan legg ég til að farið verði í deiliskipulagsvinnu með heildarendurskoðun á aðkomu að Litla-Skógi og veitingastaðnum Sauðá í huga.

Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að farið verði í deiliskipulagsvinnu fyrir svæðið.

Jón Daníel Jónsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.