Fara í efni

Bréf til sveitarstjórnar

Málsnúmer 2410076

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 117. fundur - 18.10.2024

Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 1. október 2024. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning Skagafjarðar fyrir árið 2023 ásamt skýrslu endurskoðanda. Samkvæmt ársreikningnum hefði sveitarfélagið ekki uppfyllt þau lágmarksviðmið sem kveðið er á um í lögum, væru þau virk. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nú þegar verði leitað leiða til þess að uppfylla lágmarksviðmið nefndarinnar og hugað sé sérstaklega að því að fyrir árið 2026 verði lögfest lágmarksskilyrði uppfyllt.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 31. fundur - 23.10.2024

Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga dagsett 1. október 2024 lagt fram til kynningar á 31. fundi sveitarstjórnar þann 23. október 2024.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur yfirfarið ársreikning Skagafjarðar fyrir árið 2023 ásamt skýrslu endurskoðanda. Samkvæmt ársreikningnum hefði sveitarfélagið ekki uppfyllt þau lágmarksviðmið sem kveðið er á um í lögum, væru þau virk. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nú þegar verði leitað leiða til þess að uppfylla lágmarksviðmið nefndarinnar og hugað sé sérstaklega að því að fyrir árið 2026 verði lögfest lágmarksskilyrði uppfyllt.

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.