Innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði
Málsnúmer 2410111
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 33. fundur - 06.11.2024
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem innritunarreglur fyrir frístund í nokkrum sveitarfélögum eru bornar saman. Þá er sérstaklega horft til þess hvaða daga foreldrum býðst að skrá börn í frístund þegar skóli er lokaður. Nefndin felur sviðsstjóra að uppfæra reglurnar og afla gagna í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi fræðslunefndar.
Fræðslunefnd - 34. fundur - 12.12.2024
Tillaga að uppfærðum innritunarreglum fyrir frístund í Skagafirði lögð fram í samræmi við umræður á síðasta fundi. Í uppfærðum reglum er gert ráð fyrir að frístund sé lokuð í haust- og vetrarfríum grunnskóla. Þá er einnig lagt til að heilsdagsopnun sé aðeins í boði þegar skráð börn eru átta eða fleiri þar sem að lágmarksmönnun eru alltaf tveir starfsmenn. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna samhljóða.