Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Skóladagatal Tónlistarskóla Skagafjarðar 2024-2025
Málsnúmer 2411069Vakta málsnúmer
Skóladagatal Tónlistarskóla Skagafjarðar skólaárið 2024-2025 lagt fram. Fræðslunefnd staðfestir skóladagatalið með öllum greiddum atkvæðum.
2.Fundargerðir skólaráðs Varmahlíðarskóla 2024-25
Málsnúmer 2411070Vakta málsnúmer
Fundargerðir skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 16. október og 19. nóvember 2024 lagðar fram til kynningar.
3.Gjaldskrá leikskóla 2025
Málsnúmer 2410020Vakta málsnúmer
Breytingar á gjaldskrá leikskóla 2025 lagðar fram. Breytingin felst í því að kafli um innheimtu hefur nú verið settur inn í gjaldskrá en áður var sá kafli í innritunarreglum leikskóla. Ekki eru gerðar breytingar á upphæð í áður samþykktri gjaldskrá fyrir árið 2025. Nefndin samþykkir gjaldskrána með öllum greiddum atkvæðum.
4.Reglur um innritun barna í leikskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 2409110Vakta málsnúmer
Tillaga að uppfærðum reglum um innritun barna í leikskólum Skagafjarðar lögð fram. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna samhljóða.
5.Innritunarreglur fyrir frístund í Skagafirði
Málsnúmer 2410111Vakta málsnúmer
Tillaga að uppfærðum innritunarreglum fyrir frístund í Skagafirði lögð fram í samræmi við umræður á síðasta fundi. Í uppfærðum reglum er gert ráð fyrir að frístund sé lokuð í haust- og vetrarfríum grunnskóla. Þá er einnig lagt til að heilsdagsopnun sé aðeins í boði þegar skráð börn eru átta eða fleiri þar sem að lágmarksmönnun eru alltaf tveir starfsmenn. Fræðslunefnd samþykkir tillöguna samhljóða.
6.Fundir fræðslunefndar á vorönn 2025
Málsnúmer 2412046Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vorönn 2025, sem eru eftirfarandi: 23. janúar, 20. febrúar, 20. mars, 15. apríl og 15. maí. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar.
Fundi slitið - kl. 16:45.