Fara í efni

Hleðsluinnviðir í Skagafirði - Fyrirspurn

Málsnúmer 2410254

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 62. fundur - 14.11.2024

InstavoltIceland ehf. hyggst setja upp um 300 stöðvar í kring um landið og eru nú þegar komnar upp 42 stöðvar á níu stöðum. Þá eru framkvæmdir í gangi á Vopnafirði, Vík í Mýrdal og Hafnarfirði.
Instavolt í samstarfi við Kaupfélag Skagfirðinga hyggst hefja framkvæmdir við uppsetningu á tveimur stöðvum á Sauðarkróki vonbráðar. Jafnframt hefur fyrirtækið áhuga á að styrkja hleðsluinnviði enn frekar í Skagafirði bæði á Hofsósi og Varmahlíð.
Tillaga Instvolts er að setja upp 2 hraðhleðslustöðvar við Sundlaugina á Hofsósi (fylgiskjal 1) og 4 stöðvar á Varmahlíð (fylgiskjal 2).
Stærð lóðar og lögun verður að sjálfsögðu ákveðin með sveitarfélaginu, með tilliti til lagna og annarra sem taka þarf tillit til við útfærslu. Tryggt verður að frágangur verði snyrtilegur og til fyrirmyndar.
Ef tillögur Instavolt hljóta ekki hljómgrunn þá er óskað eftir að taka samtalið við Skipulagsfulltrúa um aðrar staðsetningar.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltúa að funda með InstavoltIceland ehf. varðandi málið í samræmi við umræður fundarins.