Fara í efni

Merkingar og menningarvitund innan Skagafjarðar

Málsnúmer 2410255

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28. fundur - 12.11.2024

Tekið fyrir bréf frá Gunnari Rögnvaldssyni, dagsett 24.10.2024, um merkingar og menningarvitund innan Skagafjarðar. Í bréfinu hvetur Gunnar sveitarfélagið til að standa betur að merkingum á sýslumörkum inn og út úr Skagafjarðarsýslu. Jafnframt hvetur Gunnar sveitarfélagið til að fara í vitundavakningu um sögu og menningu Skagafjarðar sem hvetur um leið til fróðleiks og kunnáttu um skáld og listafólk héraðsins. Leggur Gunnar til að settar verða upp merkingar á húsum sem voru heimili skálda í Skagafirði sem og setja tilvitnanir í verk höfunda á byggingar í eigu sveitarfélagsins.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar erindinu og samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman kostnað við gerð skilta á sýslumörkum og staðsetningar á skiltum og leggja fyrir byggðarráð til fjármögnunar. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum nefndarinnar að hefja undirbúning að vitundavakningu um sögu og menningu Skagafjarðar sem hvetur um leið til fróðleiks og kunnáttu um skáld og listafólk héraðsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 122. fundur - 18.11.2024

Máli vísað frá 28. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 12. nóvember 2024, þannig bókað:

"Tekið fyrir bréf frá Gunnari Rögnvaldssyni, dagsett 24.10.2024, um merkingar og menningarvitund innan Skagafjarðar. Í bréfinu hvetur Gunnar sveitarfélagið til að standa betur að merkingum á sýslumörkum inn og út úr Skagafjarðarsýslu. Jafnframt hvetur Gunnar sveitarfélagið til að fara í vitundavakningu um sögu og menningu Skagafjarðar sem hvetur um leið til fróðleiks og kunnáttu um skáld og listafólk héraðsins. Leggur Gunnar til að settar verða upp merkingar á húsum sem voru heimili skálda í Skagafirði sem og setja tilvitnanir í verk höfunda á byggingar í eigu sveitarfélagsins.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar erindinu og samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman kostnað við gerð skilta á sýslumörkum og staðsetningar á skiltum og leggja fyrir byggðarráð til fjármögnunar. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum nefndarinnar að hefja undirbúning að vitundavakningu um sögu og menningu Skagafjarðar sem hvetur um leið til fróðleiks og kunnáttu um skáld og listafólk héraðsins."

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu málsins þar til kostnaðarmat liggur fyrir.