Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 15

Málsnúmer 2411002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 32. fundur - 27.11.2024

Fundargerð 15. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 8. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 15 Lögð fram gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2025. Hækkun gjaldskrárinnar frá árinu 2024 er 3,7%.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða gjaldskrá Skagafjarðarhafna fyrir árið 2025 og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 15 Lögð fram gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skagafirði vegna ársins 2025. Heildargjöld á íbúðareiningu eru 95.000 kr. á árinu 2024 og munu hækka um 4.990 kr. eða 5,25% og verða því 99.990 kr. árinu 2025. Þessi hóflega hækkun er meðal annars árangur af góðri flokkun íbúa, en á árinu hækkar gjaldskrá vegna urðunar um 15% ásamt því að samningur við Íslenska gámafélagið ehf. tekur verðbreytingum skv. verksamningi.
    Jafnframt samþykkt að breyta 2. grein gjaldskrárinnar vegna eyðingu dýraleifa, þannig að fjöldi gjalddaga verði sjö í stað tíu. Fyrsti gjalddagi verður 1. júní ár hvert. Ástæða fyrir þessu er hversu seint áreiðanlegar búfjártölur berast frá opinberum aðilum.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá, framangreinda breytingu á 2. grein gjaldskrárinnar og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 15 Lögð fram fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 08-Hreinlætismál, 10-Umferða- og samgöngumál, 11-Umhverfismál, 13-Landbúnaðarmál, 61-Hafnarsjóður, 63-Vatnsveita, 65-Sjóveita, 67-Hitaveita, 69-Fráveita vegna ársins 2025.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagðar fjárhagsáætlanir fyrir árið 2025 vegna ofangreindra málaflokka og vísar til byggðarráðs til afgreiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 15. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 31. október 2024 með níu atkvæðum.