Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28

Málsnúmer 2411008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 32. fundur - 27.11.2024

Fundargerð 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 12. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 32. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Tekið fyrir bréf frá Gunnari Rögnvaldssyni, dagsett 24.10.2024, um merkingar og menningarvitund innan Skagafjarðar. Í bréfinu hvetur Gunnar sveitarfélagið til að standa betur að merkingum á sýslumörkum inn og út úr Skagafjarðarsýslu. Jafnframt hvetur Gunnar sveitarfélagið til að fara í vitundavakningu um sögu og menningu Skagafjarðar sem hvetur um leið til fróðleiks og kunnáttu um skáld og listafólk héraðsins. Leggur Gunnar til að settar verða upp merkingar á húsum sem voru heimili skálda í Skagafirði sem og setja tilvitnanir í verk höfunda á byggingar í eigu sveitarfélagsins.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar erindinu og samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman kostnað við gerð skilta á sýslumörkum og staðsetningar á skiltum og leggja fyrir byggðarráð til fjármögnunar. Jafnframt felur nefndin starfsmönnum nefndarinnar að hefja undirbúning að vitundavakningu um sögu og menningu Skagafjarðar sem hvetur um leið til fróðleiks og kunnáttu um skáld og listafólk héraðsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Tekið fyrir bréf frá Völu Stefánsdóttur, dagsett 24.10.2024, þar sem dregin er til baka umsókn um rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
    Reksturinn var því auglýstur að nýju þann 29.10.2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Teknar fyrir umsóknir um rekstur Menningarhússins Miðgarðs sem auglýstur var í annað sinn þann 29.10.2024. Umsóknafrestur var til og með 11. nóvember og bárust þrjár umsóknir í reksturinn.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar góðar umsóknir og samþykkir samhljóða að boða alla umsækjendur til viðtals til að ræða betur hugmyndir umsækjenda um nýtingu Miðgarðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun 2025 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun 2025 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 28 Tekið fyrir þakkarbréf frá skipuleggjendum Fjallkonuhátíðarinnar í Skagafirði, dagsett 1.11.2024. Hátíðin var haldin í Skagafirði 7. - 8. september sl. og var liður í hátíðarhöldum tengdum 80 ára lýðveldisafmælis Íslands. Viðburðurinn tókst einstaklega vel og voru þátttakendur mjög ánægðir með heimsóknina í Skagafjörð og þá fræðslu sem allrir fengu þessa tvo daga sem hátíðin stóð yfir. Skipuleggjendur þakka nefndinni veittan styrk.

    Bókun fundar Afgreiðsla 28. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með níu atkvæðum.