Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 124

Málsnúmer 2411019F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 33. fundur - 18.12.2024

Fundargerð 124. fundar byggðarráðs frá 27. nóvember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 124 Hjalti Pálsson, formaður Sögufélags Skagafjarðar sat fundinn undir þessum lið.

    Mál áður á dagskrá 121. fundar byggðarráðs þann 11. nóvember 2024. Farið yfir stöðu mála og tillögur að uppgjöri Sögufélags Skagfirðinga vegna Byggðasögu Skagafjarðar ræddar.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við Sögufélag Skagafjarðar í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 124 Lagt fram erindi frá Hæglætishreyfingunni á Íslandi, dagsett 24. nóvember 2024 þar sem borin er upp ósk um fjárstuðning vegna vitundarvakningar Hæglætishreyfingarinnar á Íslandi (The Slow Movement in Iceland) um ávinning þess að hægja á í íslensku samfélagi og að kynna fyrirbærið hæglæti (Slow eða Simple living) fyrir þjóðinni.

    Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við beiðninni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 124 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 232/2024, "Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála".

    Umsagnarfrestur er til og með 20.12.2024.

    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð óskar bókað:

    Ég tek undir mikilvægi þess að einfalda og samræma leyfisferla til að tryggja skilvirkni og hraða í stjórnsýslunni. Hins vegar eru nokkur atriði gagnrýniverð varðandi frumvarpið og mögulegar afleiðingar þess fyrir náttúruvernd og umhverfisrannsóknir:

    Frumvarpið leggur til heimild fyrir Umhverfis- og orkustofnun til að beita flýtimeðferð fyrir leyfisveitingar þegar framkvæmdir tengjast orkuskiptum eða kolefnishlutleysi. Þótt þessi markmið séu vissulega mikilvæg, má ekki gera þau að undankomuleið fyrir skerta umfjöllun um umhverfisáhrif. Tryggja þarf að flýtimeðferð grafi ekki undan vandaðri greiningu og tryggingu þess að framkvæmdir samræmist markmiðum um náttúruvernd.

    Með frumvarpinu er lögð áhersla á að Umhverfis- og orkustofnun sameini mörg leyfi í eitt og veiti einnig undanþágur frá friðlýsingu á friðuðum svæðum. Ég hef miklar áhyggjur af því að samþjöppun þess valds hjá einni stofnun dragi úr faglegu eftirliti, gagnrýni og fjölbreyttum sjónarmiðum sem nauðsynleg eru við leyfisveitingar og friðlýsingar. Náttúruverndarstofnun og aðrar sjálfstæðar stofnanir þurfa áfram að hafa skýrt og óháð hlutverk í leyfisferlum.

    Frumvarpið opnar möguleika á framkvæmdum innan friðlýstra svæða með sameiningu leyfisumsókna og undanþága frá friðlýsingum. Þetta er óásættanlegt nema tryggt sé að slíkar ákvarðanir séu teknar með bindandi umsögnum Náttúruverndarstofnunar og með ströngum skilyrðum til að vernda viðkvæma náttúru. Undanþáguheimildir þarf að túlka þröngt og tryggja að þær séu undantekning en ekki reglan.

    Einföldun leyfisferla má ekki koma niður á lýðræðislegri aðkomu almennings, eins og kveðið er á um í Árósasamningnum. Frumvarpið þarf að tryggja að almenningur hafi raunverulegt aðgengi að upplýsingum, aðkomu að ákvarðanatöku og möguleika til að kæra ákvarðanir sem varða umhverfið. Birting stjórnvaldsákvarðana á vefsíðum er ekki nægjanleg trygging fyrir gagnsæi.

    Að lokum vil ég leggja áherslu á að náttúruvernd er ekki hindrun í vegi sjálfbærni heldur grundvöllur hennar. Einföldun ferla og flýtimeðferð má aldrei verða á kostnað náttúrunnar, og því þarf að endurskoða þetta frumvarp með tilliti til þeirra miklu verðmæta sem náttúran okkar er.
    Bókun fundar Afgreiðsla 124. fundar byggðarráðs staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.

    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs, svohljóðandi:
    "Ég tek undir mikilvægi þess að einfalda og samræma leyfisferla til að tryggja skilvirkni og hraða í stjórnsýslunni. Hins vegar eru nokkur atriði gagnrýniverð varðandi frumvarpið og mögulegar afleiðingar þess fyrir náttúruvernd og umhverfisrannsóknir: Frumvarpið leggur til heimild fyrir Umhverfis- og orkustofnun til að beita flýtimeðferð fyrir leyfisveitingar þegar framkvæmdir tengjast orkuskiptum eða kolefnishlutleysi. Þótt þessi markmið séu vissulega mikilvæg, má ekki gera þau að undankomuleið fyrir skerta umfjöllun um umhverfisáhrif. Tryggja þarf að flýtimeðferð grafi ekki undan vandaðri greiningu og tryggingu þess að framkvæmdir samræmist markmiðum um náttúruvernd. Með frumvarpinu er lögð áhersla á að Umhverfis- og orkustofnun sameini mörg leyfi í eitt og veiti einnig undanþágur frá friðlýsingu á friðuðum svæðum. Ég hef miklar áhyggjur af því að samþjöppun þess valds hjá einni stofnun dragi úr faglegu eftirliti, gagnrýni og fjölbreyttum sjónarmiðum sem nauðsynleg eru við leyfisveitingar og friðlýsingar. Náttúruverndarstofnun og aðrar sjálfstæðar stofnanir þurfa áfram að hafa skýrt og óháð hlutverk í leyfisferlum. Frumvarpið opnar möguleika á framkvæmdum innan friðlýstra svæða með sameiningu leyfisumsókna og undanþága frá friðlýsingum. Þetta er óásættanlegt nema tryggt sé að slíkar ákvarðanir séu teknar með bindandi umsögnum Náttúruverndarstofnunar og með ströngum skilyrðum til að vernda viðkvæma náttúru. Undanþáguheimildir þarf að túlka þröngt og tryggja að þær séu undantekning en ekki reglan. Einföldun leyfisferla má ekki koma niður á lýðræðislegri aðkomu almennings, eins og kveðið er á um í Árósasamningnum. Frumvarpið þarf að tryggja að almenningur hafi raunverulegt aðgengi að upplýsingum, aðkomu að ákvarðanatöku og möguleika til að kæra ákvarðanir sem varða umhverfið. Birting stjórnvaldsákvarðana á vefsíðum er ekki nægjanleg trygging fyrir gagnsæi. Að lokum vil ég leggja áherslu á að náttúruvernd er ekki hindrun í vegi sjálfbærni heldur grundvöllur hennar. Einföldun ferla og flýtimeðferð má aldrei verða á kostnað náttúrunnar, og því þarf að endurskoða þetta frumvarp með tilliti til þeirra miklu verðmæta sem náttúran okkar er."