Fara í efni

Sjávarborg II L145955 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2411061

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 62. fundur - 14.11.2024

Helga Hóhanna Haraldsdóttir, Gyða Sigurlaug Haraldsdóttir, Edda Eiríka Haraldsdóttir og Nanna Margrét Haraldsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Sjávarborg II, landnúmer 145955 óska eftir heimild til að stofna 2,03 ha spildu úr landi jarðarinnar sem "NEÐRIBORG". skv. meðfylgjandi merkjalýsingu í verki 72955001 útg. 17.10.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.

Í Fasteignaskrá HMS er spildan sem um ræðir merkt "Sjávarborg II, skiki 1/5" og hefur skráða stærð.
Landheiti vísar í upprunajörð. Ekkert annað landheiti er með staðfangið "Neðriborg" í Skagafirði.
Engin hlunnindi fylgja spildunni að landskiptum loknum.
Landskiptum fylgir ekki hlutdeild í sameignarlöndum.
Eftirtalin mannvirki fylgja umræddri spildu eftir landskipti;
F2139959 Mhl 06 Fjárh/hesth/hlaða
F2139959 Mhl 07 Hesthús
F2139959 Mhl 08 Hlaða
Yfirferðarréttur er um landið, um veg (7475) gegnum landið og að skilgreindum lóðum sem þar eru; Smáborg lnr. 231619 og Sjávarborg 2A & 2B lnr. 229261.
Skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035;
- Spildan er á landbúnaðarlandi L1.
- Svæðið er merkt með "MV-7" (Friðaðar minjar).
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Lögbýlarétturinn mun fylgja Sjávarborg II lnr. 145955 eftir breytingar.
Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000518.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti.