Fara í efni

Sjávarborg I L145953 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2411062

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 62. fundur - 14.11.2024


Heiðbjört Kristmundsdóttir, Guðrún B Kristmundsdóttir og Bryndís H Kristmundsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Sjávarborg I, landnúmer 145953 óska eftir heimild til að stofna 2,55 ha spildu úr landi jarðarinnar sem SJÁVARBORG skv. meðfylgjandi merkjalýsingu í verki 72955000 útg. 17.10.2024 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.

Í Fasteignaskrá HMS er spildan sem umræðir merkt "Sjávarborg I, skiki 1/7" og hefur skráða stærð.
Landheiti vísar í upprunajörð. Ekkert annað landheiti er með staðfangið "Sjávarborg" í Skagafirði.
Engin hlunnindi fylgja spildunni að landskiptum loknum.
landskiptum fylgir ekki hlutdeild í sameignarlöndum.
Eftirtalin fasteign fylgir umræddri spildu eftir landskipti;
F2139944 Mhl 070101 Fjárhús m. ákurðark.
F2139944 Mhl 100101 Hlaða
Yfirferðarréttur er um landið, um veg (7475) gegnum landið að skilgreindum lóðum sem þar eru; Fuglaskoðunarhús lnr. 233071, Sjávarborgarkirkju lnr. 233072 og Sjávarborg 1a og 1b lnr. 233070.
Skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035;
- Spildan er á landbúnaðarlandi L1.
- Svæðið er merkt "MV-7" (Friðaðar minjar). Það má gera ráð fyrir minjum gamla bæjarins í jörðu.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Sjávarborg I lnr. 145953 eftir breytingar.
Málsnúmer hjá landeignaskrá er M000514.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti.