Fara í efni

Skipulagsnefnd - 64

Málsnúmer 2412015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 33. fundur - 18.12.2024

Fundargerð 64. fundar skipulagsnefndar frá 12. desember 2024 lögð fram til afgreiðslu á 33. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 64 Þórólfur Gíslason f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, Eyjólfur Sigurðsson f.h. Ártorgs ehf., Þórarinn G. Sverrisson f.h. Öldunnar stéttarfélags og Jóhannes Kári Bragason f.h. Frímúrarastúkunnar Mælifells, þinglýstra lóðarhafa og eigenda fasteigna á iðnaðar- og athafnalóðunum Borgarmýri 1, landnr. 143222, og Borgarmýri 1A, landnr. 200074, óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðamörkum Borgarmýrar 1 og 1A að sunnan-, vestan- og norðanverðu. Að austanverðu, upp að Borgarmýri, ná mörk skipulagssvæðis að götu. Stærð skipulagssvæðis er 6.988 m². Skipulagssvæðið er á athafnasvæði nr. AT403, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Helstu meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi, s.s. varðandi frágang lóða og ásýnd svæða, og því er óskað eftir því að falla frá gerð og auglýsingu skipulagslýsingar, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
    Framkvæmdir í tengslum við deiliskipulagstillöguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þó verður unnið mat á líklegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á valda umhverfisþætti skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
    Fyrir liggur deiliskipulag fyrir Borgarmýri 1, samþykkt í Byggðaráði Skagafjarðar, með heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, þann 03.07.2024. Undir lok skipulagsferils sýndi þarfagreining að framtíðarsýn lóðarhafa kallaði á meiri uppbyggingu en gert var ráð fyrir. Samþykki sveitarfélagið umsókn þessa og nýtt deiliskipulag öðlast gildi, eftir meðferð skv. skipulagslögum og ógildar því fyrri skipulagstillögu.
    Að fenginni heimild, til að láta vinna deiliskipulag skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, verður lögð fram meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 56293303, dags. 22.11.2024, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að tillagan hljóti meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdaraðili láti vinna deiliskipulag á eigin kostnað og fellst á að meginforsendur liggi fyrir í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 og því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarmýri 1 og Borgarmýri 1A - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 64 Emil Þór Guðmundsson byggingatæknifræðingur sækir um fyrir hönd Sels ehf. landeigenda Hofsstaðasels L146407 um stofnun byggingarreits í landi Hofsstaðasels. Meðfylgjandi er uppdráttur varðandi Hofsstaðasel L146407 ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands.
    Einnig meðfylgjandi yfirlýsing undirrituð af landeigendum aðliggjandi jarða, þar sem fram kemur að fyrirhuguð byggingaráform hafa verið kynnt þeim og ekki séu gerðar athugasemdir við umsóknina.
    Á afstöðumynd í mkv. 1:500 eru hnit á byggingarreit ásamt staðsetningu á húsi mælt frá byggingarreit.
    Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 64 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 9. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 varðandi umsókn frá Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni tæknifræðingi, f.h. Arons Más Jónssonar. Umsókn um leyfi til að byggja forstofu og geymslu við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 44 við Freyjugötu á Sauðárkróki.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir hjá Áræðni ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3352, númer A-101 og A-102, dagsettir 02.12.2024, ásamt viðauka, uppdráttur númer A-202.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að grenndarkynna umbeðnar framkvæmdir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr., 123/2010 fyrir lóðarhöfum Freyjugötu 23, 25-27, 29-31, 42 og 46.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Freyjugata 44 - Umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 64 Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 4. desember síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn frá Sigurði Óla Ólafssyni, f.h. IC2 ehf. Umsókn um leyfi til að breyta aðalinngangi Sauðárkróksbakarís sem stendur á lóðinni nr. 5 við Aðalgötu.
    Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi. Uppdrættir í verki 79004401, númer A-100 og A-101, dagsettir 20.11.2024.
    Einnig meðfylgjandi jákvæð umsögn Minjastofnunnar Íslands, dagsett 3. desember 2024.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar á staðsetningu aðalinngangs Sauðárkróksbakarís og tekið verði tillit til þessa við vinnu nýs deiliskipulags fyrir Gamla bæinn á Sauðárkróki.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 64 Sigurður Baldursson, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir og Ívar Sigurðsson, f.h. Páfastaða ehf. þinglýsts eiganda jarðarinnar Páfastaðir, landnr. 145989, á Langholti, Skagafirði, óska eftir staðfestingu skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum Páfastaða gagnvart aðliggjandi landeignum, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77830400, dags. 09. okt. 2024 og merkjalýsingu fyrir Páfastaði, dags. 09.10.2024. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing unninn á Stoð verkfræðistofu ehf.
    Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing um ágreiningslaus merki.
    Hnitsett landamerki eru unnin skv. landamerkjabréfi fyrir Páfastaði, dags. 5. maí 1883, sem var þinglýst á Staðarþingi þann 14. júní 1883 og GPS mælingu þann 19. ágúst 2024. Að austanverðu ræður Húseyjarkvísl (Djúpakvísl) merkjum, skv. landamerkjabréfi dags. 5. maí 2024.
    Málsnúmer hjá landeignaskrá er M001128.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna staðfestingu á hnitsettum landamerkjum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 64 Sigurjón Einarsson verkefnastjóri varna gegn landbroti hjá Landi og skógi, áður Landgræðslunni sækir um framkvæmdaleyfi fyrir bakkavörn í landi Reykja.
    Með umsókninni fylgir verklýsing, samþykki veiðifélagsins, umsögn frá Hafrannsóknarstofnun og leyfi frá Fiskistofu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Bakkavörn í Svartá fyrir landi Reykja - Beiðni um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 64 Vegna máls nr. 2406259 - Umsókn um lóð fyrir dreifistöð í Varmahlíð ? Furulundur ? Grenndarkynning. Lögð fram gögn og samningur Seðlabanka Íslands og Seyluhrepps dags. ágúst 1982.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og ganga frá lóðarmálum og lóðarleigusamningum á grundvelli framlagðra gagna og gildandi reglna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 64 Dagur Torfason landeigandi Reykja L146213 sækir um framkvæmdaleyfi fyrir veg að Fosslaug. Fyrirhugaður vegur verður í landi Reykja L146213.

    Leitað til þess að hafa veginn uppá melum þar sem þess er kostur svo rask verði sem minnst en þar sem vegurinn fer yfir mýri þarf að grafa skurði meðfram honum. Þar sem landi verður raskað verður land grætt upp.
    Norðurhlutinn vegarins verður í gamalli reiðleið sem er nú sundurgrafin af vatnsrennsli, þar verður farið í frekari jarðabætur.
    Í dag er mikil umferð ferðamanna að Fosslaug og hefur verið ákall um að fá betri og öruggari leið þar að.
    Vegurinn mun hafa óveruleg áhrif í landslagi.

    Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðinni framkvæmd.
    Einnig meðfylgjandi tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 4.11.2024 þar sem ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða staðsetningu vegtengingar við Héraðsdalsvegs (754) og tölvupóstur dags. 11.12.2024 frá Minjastofnun Íslands þar sem ekki er gerð athugasemd við veitingu framkvæmdaleyfis.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Veglagning að Fossalaug - Reykir L146213 - Beiðni um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 64 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 53 þann 05.12.2024. Bókun fundar Afgreiðsla 64. fundar skipulagnefndar staðfest á 33. fundi sveitarstjórnar 18. desember 2024 með níu atkvæðum.