Fara í efni

Útboð seinni áfanga nýrrar byggingar leikskóla í Varmahlíð

Málsnúmer 2412081

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 126. fundur - 11.12.2024

Undir þessum dagskrárlið mætti Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs til fundarins. Farið var yfir opnun tilboða í útboðsverkið "Leikskólinn í Varmahlíð - Innanhússfrágangur" en tilboð voru opnuð 29. nóvember sl. Eftir yfirferð liggur fyrir að Trésmiðjan Stígandi hf. átti lægsta tilboð sem nam 117,8% af kostnaðaráætlun.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna framkvæmdarinnar og að ganga til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við umræður á fundinum.