Útboð - Heimsending matar á Sauðárkróki
Málsnúmer 2412100
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 139. fundur - 26.03.2025
Mál áður á dagskrá 133. fundar byggðarráðas Skagafjarðar þann 12. febrúar 2025. Þar var samþykkt að bjóða þjónustuna út.
Frestur til að skila inn tilboði var til og með 20. mars sl. Eitt tilboð barst og var bjóðandi FGH Lausnir ehf. sem buðu verð sem var 2% yfir kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði FGH Lausna ehf og felur sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga til samninga við félagið.
Frestur til að skila inn tilboði var til og með 20. mars sl. Eitt tilboð barst og var bjóðandi FGH Lausnir ehf. sem buðu verð sem var 2% yfir kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði FGH Lausna ehf og felur sviðstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga til samninga við félagið.
Heimsending máltíða er hluti af heimaþjónustu sveitarfélagsins. Heimsending máltíða er þjónusta fyrir þá sem geta ekki annast matseld sjálfir og eiga rétt á heimaþjónustu samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
Þjónustan var boðin út á síðasta ári samhliða öðru útboði en þá var öllum tilboðum hafnað þar sem ákveðið var að taka útfærslu málsins til endurskoðunar. Nú hefur sú endurskoðun farið fram og er því lagt til að bjóða þjónustuna út að nýju. Lögð voru fram drög að útboðsgögnum fyrir útboð á þessari þjónustu.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
"VG og óháð hafa lagt mikla áherslu á að Skagafjörður sinni matarþjónustu fyrir alla eldri borgara í Skagafirði en ekki einungis þeim eldri borgurum sem búa á Sauðárkróki. Þetta er lögbundin grunnþjónusta sveitarfélaga. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 1. 12. 2022 að beita sér fyrir samráðsferli og lausnarmiðuðum útfærslum með það að markmiði að matarþjónusta fyrir alla eldri borgara í sveitarfélaginu hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023 þar sem allir eldri borgarar í Skagafirði hefðu þá kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. Ekki er sú þjónusta enn í boði þrátt fyrir ákveðna undirbúningsvinnu þessu tengdu. Það er sannarlega gott að sjá endurnýjun á útboði fyrir matarþjónustu á Sauðárkróki en dapurt að ekki sé horft á samfélagið okkar allt í slíku útboði með tilheyrandi mismunun í þjónustu vegna búsetu."
Jóhanna Ey Harðardóttir óskar bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti á fundi sínum þann 1. des. 2022 að beita sér fyrir samráðsferli og lausnarmiðuðum útfærslum með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023 þar sem allir eldri borgarar í Skagafirði hefðu þá kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. Starfsmenn nefndarinnar hafa unnið gríðarlega mikla og góða undirbúningsvinnu og mikilvægt að koma þessari grunnþjónustu í framkvæmd. Á fundi félagsmála- og tómstundanefndar 6. febrúar síðastliðin kom fram að verkefnið hafi ekki enn komist til framkvæmda. Mér þykir undarlegt að útfærsla á heimsendum mat í dreifbýli Skagafjarðar hafi ekki verið unnið í samfellu við þá útboðslýsingu sem hér liggur fyrir fundinum, þar sem félags- og tómstundanefnd lagði upp með að þjónusta á heimsendum mat í dreifbýli hefði átt að hefjast fyrir um 18 mánuðum síðan."
Meirihluti óskar bókað:
"Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks taka undir að umrædd vinna um hvort mögulegt sé að keyra mat til eldri borgara hefur tekið of langan tíma, en búið er að gera könnun um áhuga fólks á heimsendingu matar í dreifbýli ásamt því að vinna kostnaðaráætlun við dreifingu. Á næsta fundi félagsmála- og tómstundanefndar kemur minnisblað frá starfsmönnum nefndarinnar um þá möguleika sem eru í boði. Í framhaldi af því verður tekinn ákvörðun um hvernig þessum málum verður best háttað."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að útboðsgögnum og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að bjóða þjónustuna út í samstarfi við sviðsstjóra fjölskyldusviðs.