Útboð - Akstur í og úr dagdvöld aldraðra
Málsnúmer 2412102
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 139. fundur - 26.03.2025
Mál áður á dagskrá 133. fundar byggðarráðas Skagafjarðar þann 12. febrúar 2025. Þar var samþykkt að bjóða þjónustuna út.
Boðnir voru út tveir hlutar í útboðinu, annars vegar akstursleið 1 sem er að mestu akstur innan Sauðárkróks 5 daga vikunnar en 2 daga vikunnar í dreifbýli til viðbótar við innanbæjaraksturinn, hins vegar akstursleið 2 sem er eingöngu í dreifbýli 2 daga í viku.
Frestur til að skila inn tilboði var til og með 20. mars sl.
Ekkert tilboð barst í akstursleið 1.
Eitt tilboð barst í akstursleið 2. Bjóðandi er FGH Lausnir ehf. og hljóðar tilboðsverð upp á 90,6% af kostnaðaráætlun.
Í ljósi þess að ekkert tilboð barst í akstursleið 1, þá þarf að leita lausna til að útvega þjónustuaðila til að taka að sér akstur á þeirri leið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði FGH Lausna ehf í akstursleið 2. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga til samninga um akstursleið 1 við aðila sem uppfylla kröfur útboðsins. Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs gerð viðauka vegna málsins.
Boðnir voru út tveir hlutar í útboðinu, annars vegar akstursleið 1 sem er að mestu akstur innan Sauðárkróks 5 daga vikunnar en 2 daga vikunnar í dreifbýli til viðbótar við innanbæjaraksturinn, hins vegar akstursleið 2 sem er eingöngu í dreifbýli 2 daga í viku.
Frestur til að skila inn tilboði var til og með 20. mars sl.
Ekkert tilboð barst í akstursleið 1.
Eitt tilboð barst í akstursleið 2. Bjóðandi er FGH Lausnir ehf. og hljóðar tilboðsverð upp á 90,6% af kostnaðaráætlun.
Í ljósi þess að ekkert tilboð barst í akstursleið 1, þá þarf að leita lausna til að útvega þjónustuaðila til að taka að sér akstur á þeirri leið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði FGH Lausna ehf í akstursleið 2. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga til samninga um akstursleið 1 við aðila sem uppfylla kröfur útboðsins. Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs gerð viðauka vegna málsins.
Lögð fram drög að útboðsgögnum fyrir útboð á akstursþjónustu fyrir aldraða í Skagafirði. Um er að ræða akstur íbúa í og úr dagdvöl aldraðra.
Þjónustan var boðin út á síðasta ári samhliða öðru útboði en þá var öllum tilboðum hafnað þar sem ákveðið var að taka útfærslu málsins til endurskoðunar. Nú hefur sú endurskoðun farið fram og er því lagt til að bjóða þjónustuna út að nýju með breyttum skilmálum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að útboðsgögnum og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að bjóða þjónustuna út í samstarfi við sviðsstjóra fjölskyldusviðs.