Lagður fram tölvupóstur, dags. 15. desember 2024, frá Bryndísi Lilju Hallsdóttur f.h. hlaupahópsins 550 Rammvilltar, þar sem óskað er eftir leyfi til að loka fyrir bílaumferð frá innkeyrslu á bílastæði íþróttahúss við Skagfirðingabraut og suður að Kirkjutorgi frá kl. 12:15 til 13:00 þann 31. desember nk., vegna Gamlárshlaups sem hópurinn stendur fyrir þann dag. Fram kemur í erindinu að lögreglan hafi samþykkt lokunina fyrir sitt leyti.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að heimila lokun götunnar á framangreindum tíma.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að heimila lokun götunnar á framangreindum tíma.