Ársreikningur Skagafjarðar 2024
Málsnúmer 2501114
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 37. fundur - 08.04.2025
Sveitarstjóri Sigfús Ingi Sigfússon kynnti ársreikning 2024.
Ársreikningur Skagafjarðar fyrir árið 2024 er hér lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 9.493 m.kr. af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 8.077 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 8.130 m.kr., þar af A-hluti 7.251 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1.364 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 826 m.kr. Afskriftir eru samtals 350 m.kr., þar af 193 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 516 m.kr., þ.a. eru 418 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2024 er jákvæð um 480 millj. króna og rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 215 millj. króna.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 15.417 m.kr, þar af voru eignir A-hluta 11.789 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2024 samtals 10.290 m.kr., þar af hjá A-hluta 9.007 m.kr. Langtímaskuldir námu alls 6.418 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 604 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 5.127 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 33,3%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.986 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 1.266 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 753 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 1.350 m.kr. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2024, 1.139 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 1.268 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 664 m.kr. Handbært fé nam 320 m.kr. í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 328 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2024, 108% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 86% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, Álfhildur Leifsdóttir og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
Ársreikningur 2024 borin upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu.
Ársreikningur Skagafjarðar fyrir árið 2024 er hér lagður fram til fyrri umræðu.
Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og Eyvindarstaðaheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Rekstrartekjur Skagafjarðar námu á árinu 9.493 m.kr. af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 8.077 m.kr. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 8.130 m.kr., þar af A-hluti 7.251 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1.364 m.kr., þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði jákvæð um 826 m.kr. Afskriftir eru samtals 350 m.kr., þar af 193 m.kr. hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals 516 m.kr., þ.a. eru 418 m.kr. fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta á árinu 2024 er jákvæð um 480 millj. króna og rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 215 millj. króna.
Eignir Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 15.417 m.kr, þar af voru eignir A-hluta 11.789 m.kr. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2024 samtals 10.290 m.kr., þar af hjá A-hluta 9.007 m.kr. Langtímaskuldir námu alls 6.418 m.kr. hjá A- og B-hluta auk 604 m.kr. næsta árs afborgana. Eigið fé nam 5.127 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 33,3%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.986 m.kr. í árslok.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 1.266 m.kr., þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 753 m.kr. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 1.350 m.kr. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2024, 1.139 m.kr., þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 1.268 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytingar námu 664 m.kr. Handbært fé nam 320 m.kr. í árslok. Ný langtímalán voru að fjárhæð 328 m.kr.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna og langtímakröfu vegna Brúar lífeyrissjóðs. Hjá Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2024, 108% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum sem heimilað er í lögum og reglugerð. Skuldaviðmið er 86% þegar búið er að draga frá það sem heimilt er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufé frá rekstri.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, Álfhildur Leifsdóttir og Gísli Sigurðsson kvöddu sér hljóðs.
Ársreikningur 2024 borin upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu.
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Margeir Friðriksson fjármálastjóri Skagafjarðar sátu fundinn undir þessum dagskrárlið auk Hrundar Pétursdóttur og Sólborgar Sigurrósar Borgarfsdóttur sem tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2024 námu 9.493 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A- og B-hluta, þar af námu rekstrartekjur A-hluta 8.077 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A- og B-hluta var jákvæð um 480 millj. kr., þar af jákvæð í A-hluta um 215 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 nam 5.117 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A-hluta nam 2.781 millj. kr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.