Fara í efni

Styrkur til húsaleigu

Málsnúmer 2502147

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 134. fundur - 19.02.2025

Lagt fram bréf frá Pílukastfélagi Skagafjarðar dagsett 10. febrúar 2025 þar sem óskað er eftir styrk til niðurgreiðslu húsaleigu félagsins. Félagið heldur úti æfingum fyrir börn undir leiðsögn leiðbeinanda ásamt því að Árskóli er með tíma í sal Pílukastfélags Skagafjarðar. Kostnaður vegna leigu á síðasta ári var um 790.000 krónur.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til félagsmála- og tómstundanefndar og leggur til að nefndin óski eftir fundi með forsvarsmönnum Pílukastfélags Skagafjarðar.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 31. fundur - 06.03.2025

Pílukastfélag Skagafjarðar hefur síðustu ár leigt húsnæði hér í bænum undir sína íþróttastarfsemi og staðið undir þeim kostnaði sjálft. Kostnaður vegna leigu vegur þungt í rekstri félagsins, sem telur rúmlega 60 skráða iðkendur. Alls eru 24 iðkendur undir 18 ára aldri og af þeim eru 19 á grunnskólaaldri. Félagið heldur úti æfingum fyrir börn undir leiðsögn leiðbeinanda. Félagið fékk formlega inngöngu í UMSS á síðasta ársþingi þess. Pílukastfélag Skagafjarðar óskar eftir styrk frá Skagafirði til niðurgreiðslu leigu húsnæðis sem félagið hefur haft á leigu undanfarin ár. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að boða forsvarsmenn Pílukastfélags Skagafjarðar á næsta fund nefndarinnar.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 33. fundur - 03.04.2025

Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. mars sl., þá bókað: "Pílukastfélag Skagafjarðar hefur síðustu ár leigt húsnæði hér í bænum undir sína íþróttastarfsemi og staðið undir þeim kostnaði sjálft. Kostnaður vegna leigu vegur þungt í rekstri félagsins, sem telur rúmlega 60 skráða iðkendur. Alls eru 24 iðkendur undir 18 ára aldri og af þeim eru 19 á grunnskólaaldri. Félagið heldur úti æfingum fyrir börn undir leiðsögn leiðbeinanda. Félagið fékk formlega inngöngu í UMSS á síðasta ársþingi þess. Pílukastfélag Skagafjarðar óskar eftir styrk frá Skagafirði til niðurgreiðslu leigu húsnæðis sem félagið hefur haft á leigu undanfarin ár. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að boða forsvarsmenn Pílukastfélags Skagafjarðar á næsta fund nefndarinnar."

Forsvarsmenn Pílukastfélags Skagafjarðar, þeir Atli Víðir Arason, Arnar Geir Hjartarson, Þröstur Kárason og Ingvi Þór Óskarsson komu á fund nefndarinnar og kynntu starfsemi Pílukastfélagsins. Nefndin fagnar starfsemi félagsins og leggur til við byggðarráð að samþykkt verði að greiða styrk út ágúst 2025 að upphæð 35.000 kr. á mánuði. Nefndin felur byggðarráði að ákvarða upphaf styrktímabils. Samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 141. fundur - 08.04.2025

Málið var áður á dagskrá 134. fundar byggðarráðs þann 19. febrúar sl. sem vísaði málinu til afgreiðslu félagsmála- og tómstundanefndar. Málinu er nú vísað frá 33. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 3. apríl sl., þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. mars sl., þá bókað: "Pílukastfélag Skagafjarðar hefur síðustu ár leigt húsnæði hér í bænum undir sína íþróttastarfsemi og staðið undir þeim kostnaði sjálft. Kostnaður vegna leigu vegur þungt í rekstri félagsins, sem telur rúmlega 60 skráða iðkendur. Alls eru 24 iðkendur undir 18 ára aldri og af þeim eru 19 á grunnskólaaldri. Félagið heldur úti æfingum fyrir börn undir leiðsögn leiðbeinanda. Félagið fékk formlega inngöngu í UMSS á síðasta ársþingi þess. Pílukastfélag Skagafjarðar óskar eftir styrk frá Skagafirði til niðurgreiðslu leigu húsnæðis sem félagið hefur haft á leigu undanfarin ár. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að boða forsvarsmenn Pílukastfélags Skagafjarðar á næsta fund nefndarinnar."

Forsvarsmenn Pílukastfélags Skagafjarðar, þeir Atli Víðir Arason, Arnar Geir Hjartarson, Þröstur Kárason og Ingvi Þór Óskarsson komu á fund nefndarinnar og kynntu starfsemi Pílukastfélagsins. Nefndin fagnar starfsemi félagsins og leggur til við byggðarráð að samþykkt verði að greiða styrk út ágúst 2025 að upphæð 35.000 kr. á mánuði. Nefndin felur byggðarráði að ákvarða upphaf styrktímabils. Samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að upphaf styrktímabils verði 1. mars sl. Styrkurinn greiðist af málaflokk 06890.