Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

141. fundur 08. apríl 2025 kl. 14:00 - 15:08 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar fór formaður þess á leit við byggðarráð að mál 2503299 - Tilboð í hólf nr. 23 Hofsósi verði tekið inn á fund byggðarráðs með afbrigðum. Samþykkt samhljóða

1.Bréf frá foreldraráði Ársala

Málsnúmer 2503329Vakta málsnúmer

Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram bréf frá Foreldraráði leikskólans Ársala, dagsett 20. mars sl., þar sem viðraðar eru áhyggjur af lóð leikskólans sem ætluð er fyrir útiveru eldri árganga. Að sögn foreldra verður lóðin eitt drullusvað á vorin og borið hefur á vatnssöfnun á lóðinni og við leiktæki. Einnig hefur eitt leiktæki verið fjarlægt vegna skemmda og tvö vegna slysahættu, en ekki hafa komið leiktæki í stað þeirra sem tekin voru niður.

Einnig var lagt fram minnisblað frá umsjónarmanni eignarsjóðs, dagsett 7. apríl 2025 þar sem bornar eru upp tillögur til úrbóta á leikskólalóðinni.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að útfæra nánar úrlausnir og kostnaðaráætlun vegna úrbóta á leikskólalóð Ársala. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar uppfærðar tillögur frá sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs liggja fyrir.

2.Styrktarsjóður EBÍ

Málsnúmer 2504016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Eingarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands, dagsett 2. apríl 2025, sem sent var til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Í bréfinu er vakin athygli á því að sveitarfélögum stendur til boða að sækja um framlög úr sjóðnum. Styrktarsjóður EBÍ var stofnaður árið 1996 og er tilgangur sjóðsins að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum EBÍ. Ekki er hægt að sækja um styrk vegna almennra rekstrarverkefna sveitarfélaga. Frestur til að sækja um styrk úr sjóðnum er til 30. apríl n.k.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna útfærslur í samræmi við umræður á fundinum.

3.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 2025

Málsnúmer 2504029Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett 2. apríl 2025, vegna aðalfundar félagsins þann 6. maí 2025 í Reykjavík.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela Kristínu Einarsdóttur héraðsbókaverði að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

4.Tilboð í hólf nr. 23 Hofsósi

Málsnúmer 2503299Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipt verði út úr landi Hofsóss L218098, landspildu sem skilgreind er á uppdrætti sem gerður hefur verið af Stoð ehf, verkfræðistofu. Uppdráttur „RÆKTUNARLÖND HOFSÓSI“ Verknr.416302, uppdráttur nr. S01, dagsettur 21. júní 2016, breyting: nr. 4, dagsett 22.10.2024.
Landið sem um ræðir er hólf nr. 23, austan Hofsóss, sunnan Deildardalsafleggjara, þar skráð 15,8 ha.
Byggðarráð felur sveitarstjóra jafnframt að láta vinna merkjalýsingu og önnur tilskilin gögn í samræmi við gildandi reglur og reglugerð nr. 160/2024.

Frestur til að bjóða í framangreint hólf nr. 23 austan Hofsóss, sem auglýst var til sölu þann 14. mars sl., rann út 31. mars sl. Fjórir aðilar buðu í hólfið og var hæstbjóðandi Rúnar Páll Dalmann Hreinsson sem bauð kr. 5.200.000 fyrir það.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að kauptilboði Rúnars Páls Dalmanns Hreinssonar og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni í kjölfar útskiptingar og stofnunar landspildunnar.

5.Styrkur til húsaleigu

Málsnúmer 2502147Vakta málsnúmer

Málið var áður á dagskrá 134. fundar byggðarráðs þann 19. febrúar sl. sem vísaði málinu til afgreiðslu félagsmála- og tómstundanefndar. Málinu er nú vísað frá 33. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 3. apríl sl., þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. mars sl., þá bókað: "Pílukastfélag Skagafjarðar hefur síðustu ár leigt húsnæði hér í bænum undir sína íþróttastarfsemi og staðið undir þeim kostnaði sjálft. Kostnaður vegna leigu vegur þungt í rekstri félagsins, sem telur rúmlega 60 skráða iðkendur. Alls eru 24 iðkendur undir 18 ára aldri og af þeim eru 19 á grunnskólaaldri. Félagið heldur úti æfingum fyrir börn undir leiðsögn leiðbeinanda. Félagið fékk formlega inngöngu í UMSS á síðasta ársþingi þess. Pílukastfélag Skagafjarðar óskar eftir styrk frá Skagafirði til niðurgreiðslu leigu húsnæðis sem félagið hefur haft á leigu undanfarin ár. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að boða forsvarsmenn Pílukastfélags Skagafjarðar á næsta fund nefndarinnar."

Forsvarsmenn Pílukastfélags Skagafjarðar, þeir Atli Víðir Arason, Arnar Geir Hjartarson, Þröstur Kárason og Ingvi Þór Óskarsson komu á fund nefndarinnar og kynntu starfsemi Pílukastfélagsins. Nefndin fagnar starfsemi félagsins og leggur til við byggðarráð að samþykkt verði að greiða styrk út ágúst 2025 að upphæð 35.000 kr. á mánuði. Nefndin felur byggðarráði að ákvarða upphaf styrktímabils. Samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að upphaf styrktímabils verði 1. mars sl. Styrkurinn greiðist af málaflokk 06890.

6.Framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna

Málsnúmer 2503320Vakta málsnúmer

Máli vísað frá 33. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 3. apríl sl., þannig bókað:
"Innviðaráðherra auglýsir nú eftir umsóknum um framlög sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A. 10 Almenningssamgöngur á milli byggða. Við forgangsröðun umsókna verður litið til verkefna sem m.a. auka möguleika ungs fólks á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta- og menningarstarfsemi. Umsóknarfrestur er til 5. maí 2025.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við byggðarráð að sótt verði um framlög til verkefna sem tengjast bættum samgöngum sem gagnast ungu fólki á dreifbýlum svæðum til að sækja íþrótta- og menningarstarfsemi. Samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að sækja um í sjóðinn vegna reksturs frístundaaksturs til íþróttaiðkunar ungmenna í Skagafirði.

7.Frístundaakstur

Málsnúmer 2412001Vakta málsnúmer

Vísað frá 33. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 3. apríl sl., þannig bókað:
"Niðurstöður könnunar sem send var forráðamönnum iðkenda á vegum Smárans, Neista og Hjalta í árgöngum 2009-2014 lagðar fram. Alls bárust 25 svör. Niðurstöður sýna að almenn ánægja sé með fyrirkomulag frístundaaksturs og leggur nefndin til við byggðarráð að óbreytt fyrirkomulag verði viðhaft næstkomandi skólaár og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir haustönn 2025. Nefndin felur starfsfólki nefndarinnar að vinna málið áfram með hlutaðeigandi aðilum og biðlar til skólastjórnenda að hafa frístundaakstur í huga við skipulag skólastarfs skólaársins 2025-2026. Samþykkt samhljóða. Vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að viðhafa sama fyrirkomulag á frístundaakstri og verið hefur og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa viðauka vegna málsins.

8.Samráð; Reglugerð um 13. breytingu á reglugerð nr 745 2016 um vigtun og skráningu sjávarafla

Málsnúmer 2503348Vakta málsnúmer

Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 65/2025, "Reglugerð um 13. breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla".

Umsagnarfrestur er til og með 08.04.2025.

9.Nýjar samþykktir EBÍ - Breytingar á kjöri í fulltrúaráð EBÍ

Málsnúmer 2504040Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Eingarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands, dagsett 2. apríl 2025, sem sent var til aðildarsveitarfélaga EBÍ. Í bréfinu er vakin athygli á því að á aukafundi fulltrúaráðs EBÍ þann 19. mars sl. var lögð fram og samþykkt tillaga að nýjum samþykktum fyrir EBÍ.

Fundi slitið - kl. 15:08.