Fara í efni

Hleðslugarður í Varmahlíð - Deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2502232

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 69. fundur - 05.03.2025

Málið áður á dagskrá 35. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 12.02.2025 undir málsnúmerinu 2502064, þá bókað:

"Vísað frá 67. fundi skipulagsnefndar frá 6. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Haraldur Sigfús Magnússon fyrir hönd Orku náttúrunnar óskar eftir úthlutun lóðar í Varmahlíð "Varmahlíð hleðslulóð" til uppbyggingar hleðslugarðs fyrir rafbíla, byggt á þeim samtölum sem Orka náttúrunnar hefur átt við sveitafélagið Skagafjörð. Jafnframt er óskað eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir umrædda lóð þar sem breytingarnar myndu felast í eftirfarandi: - Byggingarreitur á lóð norðan við leikskóla breytist til samræmis við fyrirliggjandi frumhönnun á lóð. Byggingarreiturinn færist aðeins norðar og vestar og innan hans verður heimilt að byggja spennistöð, þjónustuhús og salerni. Byggingarnar verða á einni hæð og felldar inn í brekkuna og skerða því ekki útsýni byggðarinnar fyrir ofan. - Bætt verður við kvöðum á aðliggjandi lóðum til norðurs og suðurs um aðgengi/gegnumakstur að lóðinni norðan við leikskóla en á gildandi deiliskipulagsuppdrætti eru sýnd samtengd bílastæði og þar með gegnumakstur en þó er ekki getið um kvöð um gegnumakstur í texta. Með breytingunni verður tryggð aðkoma að umræddri lóð. Það er mat umsækjenda að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem aðeins er verið að færa byggingarreit lítillega innan lóðar og heimila byggingar á einni hæð innan breytts byggingarreits og auk þess er verið að skerpa á og tryggja aðgengi að lóðinni í gegnum aðliggjandi lóðir. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta Orku náttúrunnar "Varmahlíð hleðslulóð" lóðin norðan við gamla Póst og síma sem í dag hýsir yngra stig leikskólans í Varmahlíð. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila Orku náttúrunnar að vinna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á eigin kostnað sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að úthluta Orku náttúrunnar "Varmahlíð hleðslulóð", lóðin norðan við gamla Póst og síma sem í dag hýsir yngra stig leikskólans í Varmahlíð. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með níu atkvæðum að heimila Orku náttúrunnar að vinna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á eigin kostnað sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Fyrir liggur óveruleg deiliskipulagsbreyting "Skagafjörður - Varmahlíð, deiliskipulagsbreyting, lóð norðan við gamla Póst og síma", dags. 11.02.2025 teikning nr. 001, verknúmer 24205 unnin af Ingvari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Breytingin felst í færslu og minnkun á byggingarreit á lóðinni norðan við gamla Póst og síma og að heimilt verði að byggja spennistöð, þjónustuhús og salerni á einni hæð með hámarks byggingarhæð 3 m frá gólfkvóta. Einnig bætast við kvaðir á aðliggjandi lóðum til norðurs og suðurs um gegnumakstur til að tryggja aðgengi að lóðinni.

Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja óveruleg deiliskipulagsbreytingu "Skagafjörður - Varmahlíð, deiliskipulagsbreyting, lóð norðan við gamla Póst og síma" og fela skipulagsfulltrúa að skila inn til Skipulagsstofnunar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 36. fundur - 12.03.2025

Vísað frá 69. fundi skipulagsnefndar frá 5. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Málið áður á dagskrá 35. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 12.02.2025 undir málsnúmerinu 2502064, þá bókað:

"Vísað frá 67. fundi skipulagsnefndar frá 6. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Haraldur Sigfús Magnússon fyrir hönd Orku náttúrunnar óskar eftir úthlutun lóðar í Varmahlíð "Varmahlíð hleðslulóð" til uppbyggingar hleðslugarðs fyrir rafbíla, byggt á þeim samtölum sem Orka náttúrunnar hefur átt við sveitafélagið Skagafjörð. Jafnframt er óskað eftir heimild til að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir umrædda lóð þar sem breytingarnar myndu felast í eftirfarandi: - Byggingarreitur á lóð norðan við leikskóla breytist til samræmis við fyrirliggjandi frumhönnun á lóð. Byggingarreiturinn færist aðeins norðar og vestar og innan hans verður heimilt að byggja spennistöð, þjónustuhús og salerni. Byggingarnar verða á einni hæð og felldar inn í brekkuna og skerða því ekki útsýni byggðarinnar fyrir ofan. - Bætt verður við kvöðum á aðliggjandi lóðum til norðurs og suðurs um aðgengi/gegnumakstur að lóðinni norðan við leikskóla en á gildandi deiliskipulagsuppdrætti eru sýnd samtengd bílastæði og þar með gegnumakstur en þó er ekki getið um kvöð um gegnumakstur í texta. Með breytingunni verður tryggð aðkoma að umræddri lóð. Það er mat umsækjenda að um sé að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi þar sem aðeins er verið að færa byggingarreit lítillega innan lóðar og heimila byggingar á einni hæð innan breytts byggingarreits og auk þess er verið að skerpa á og tryggja aðgengi að lóðinni í gegnum aðliggjandi lóðir. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta Orku náttúrunnar "Varmahlíð hleðslulóð" lóðin norðan við gamla Póst og síma sem í dag hýsir yngra stig leikskólans í Varmahlíð. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila Orku náttúrunnar að vinna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á eigin kostnað sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að úthluta Orku náttúrunnar "Varmahlíð hleðslulóð", lóðin norðan við gamla Póst og síma sem í dag hýsir yngra stig leikskólans í Varmahlíð. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með níu atkvæðum að heimila Orku náttúrunnar að vinna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi á eigin kostnað sbr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Fyrir liggur óveruleg deiliskipulagsbreyting "Skagafjörður - Varmahlíð, deiliskipulagsbreyting, lóð norðan við gamla Póst og síma", dags. 11.02.2025 teikning nr. 001, verknúmer 24205 unnin af Ingvari Ívarssyni hjá Landslagi ehf.
Breytingin felst í færslu og minnkun á byggingarreit á lóðinni norðan við gamla Póst og síma og að heimilt verði að byggja spennistöð, þjónustuhús og salerni á einni hæð með hámarks byggingarhæð 3 m frá gólfkvóta. Einnig bætast við kvaðir á aðliggjandi lóðum til norðurs og suðurs um gegnumakstur til að tryggja aðgengi að lóðinni.

Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja óveruleg deiliskipulagsbreytingu "Skagafjörður - Varmahlíð, deiliskipulagsbreyting, lóð norðan við gamla Póst og síma" og fela skipulagsfulltrúa að skila inn til Skipulagsstofnunar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum óverulega deiliskipulagsbreytingu "Skagafjörður - Varmahlíð, deiliskipulagsbreyting, lóð norðan við gamla Póst og síma" og felur skipulagsfulltrúa að skila inn til Skipulagsstofnunar skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.