Fara í efni

Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga fyrir árið 2026

Málsnúmer 2503217

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 32. fundur - 20.03.2025

Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 18.03.2025 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2026.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2026. Erindinu vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 139. fundur - 26.03.2025

Máli vísað frá 32. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þann 20. mars 2025, þannig bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 18.03.2025 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2026.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2026. Erindinu vísað til byggðarráðs."

Gjaldskrá byggðasafnsins var síðast hækkuð í upphafi árs 2025. Þá var almennur aðgangseyrir á sýningar safnsins í Glaumbæ hækkaður um 10-11,76%. Í gjaldskrá ársins 2026 er lagt til að þessu gjaldi verði haldið óbreytt frá gjaldskrá ársins 2025. Gjaldið í Víðimýrarkirkju hefur ekki verið hækkað undanfarin ár og því lögð til hækkun um 10-14% í framlagðri gjaldskrá.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.