Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði kom saman miðvikudaginn 22. júlí kl. 16:30 í fundarsal Stjórnsýsluhúsi Sauðárkróks.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Trausti Kristjánsson, Hlín Bolladóttir, Ólafur Adolfsson og Páll Kolbeinsson.
Dagskrá:
- Kosning ritara.
- Erindi frá Bílaklúbbi Skagafjarðar.
- Erindi frá Ungmennasambandi Skagafj.
- Erindi varðandi aðstöðu fyrir hjólabretti á Sauðárkróki.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Formaður lýsti eftir tillögu um ritara. Fram kom tillaga um Páll Kolbeinsson. Þar eð fleiri tillögur bárust ekki var Páll réttkjörinn ritari.
- Samþykkt var að styrkja Bílaklúbb Skagafjarðar um kr. 70.000 vegna rallmóts.
- Samþykkt var að styrkja UMSS vegna Króksmóts með því að greiða auglýsingakostnað að upphæð kr. 41.865,-.
- Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir aukafjárveitingu vegna byggingar á ramp fyrir hjólabretti. Áætlaður kostnaður er á bilinu kr. 200.000 – 300.000.
- Önnur mál.
A Bréf barst frá Helga Frey Margeirssyni, þar sem hann óskar eftir styrk vegna landsliðsfarar til Bretlandseyja. Nefndin samþykkir að styrkja Helga með kr. 15.000.
B Bréf barst frá Fenris ehf, þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu á forvarnarspili. Erindinu var hafnað.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.