Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

2. fundur 22. júlí 1998 kl. 16:30 Í Stjórnsýsluhúsi

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd í sameinuðu sveitarfélagi í Skagafirði kom saman miðvikudaginn 22. júlí kl. 16:30 í fundarsal Stjórnsýsluhúsi Sauðárkróks.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Trausti Kristjánsson, Hlín Bolladóttir, Ólafur Adolfsson og Páll Kolbeinsson.

Dagskrá:

  1. Kosning ritara.
  2. Erindi frá Bílaklúbbi Skagafjarðar.
  3. Erindi frá Ungmennasambandi Skagafj.
  4. Erindi varðandi aðstöðu fyrir hjólabretti á Sauðárkróki.
  5. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Formaður lýsti eftir tillögu um ritara. Fram kom tillaga um Páll Kolbeinsson. Þar eð fleiri tillögur bárust ekki var Páll réttkjörinn ritari.
  2. Samþykkt var að styrkja Bílaklúbb Skagafjarðar um kr. 70.000 vegna rallmóts.
  3. Samþykkt var að styrkja UMSS vegna Króksmóts með því að greiða auglýsinga­kostnað að upphæð kr. 41.865,-.
  4. Nefndin tekur jákvætt í erindið og óskar eftir aukafjárveitingu vegna byggingar á ramp fyrir hjólabretti. Áætlaður kostnaður er á bilinu kr. 200.000 – 300.000.
  5. Önnur mál.
    A    Bréf barst frá Helga Frey Margeirssyni, þar sem hann óskar eftir styrk vegna landsliðsfarar til Bretlandseyja. Nefndin samþykkir að styrkja Helga með kr. 15.000.
    B    Bréf barst frá Fenris ehf, þar sem óskað er eftir styrk vegna útgáfu á forvarnarspili. Erindinu var hafnað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið.