Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

27. fundur 30. júní 1999 kl. 17:00 í Stjórnsýsluhúsi

Ár 1999 miðvikudaginn 30.06. kom menningar -íþrótta og æskulýðsnefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 17:00.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Eymarsson, Helgi Thorarensen og Jón Garðarsson.

DAGSKRÁ:

            1.   Afgreiðsla umsókna úr Íþróttasjóði.

            2.   Afgreiðsla umsókna úr Menningarsjóði.

            3.   Erindi varðandi Knattspyrnuskóla Íslands, vísað frá Byggðaráði.

            4.   Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

1.   Farið var yfir þær umsóknir sem borist hafa.
      Ákveðið að fresta afgreiðslu þeirra.

2.   Afgreiðsla umsókna úr Menningarsjóði.
a)  Bréf frá Ásdísi Sigurjónsdóttur varðandi öflun heimilda um fyrstu kirkjur í Skagafirði.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000.- auk vinnuframlags safnvarðar í Glaumbæ og fornleifafræðings.
b)  Bréf frá Hjalta Pálssyni fyrir hönd Sögufélags Skagfirðinga vegna ritunar æviskráa.
Samþykkt að styrkja félagið um krónur 400.000.-
c)  Bréf frá Ögmundi Svavarssyni varðandi útgáfu á geisladiski.
Samþykkt að styrkja verkefnið um krónur 100.000.-
d)  Bréf frá Sigríði Sigurðardóttur varðandi dagskrá um Hallgrím Pétursson og kirkjuna. *
Samþykkt að styrkja verkefnið um krónur 100.000.-
e)  Bréf frá Kristnihátíðanefnd varðandi sýningu á kirkjumunum á Hólum í Hjaltadal.
Ákveðið að styrkja verkefnið um kr. 200.000.-. Ennfremur styrkir nefndin verkefnið með vinnuframlagi safnvarðar Byggðasafns Skagfirðinga sem nemur nú þremur mánuðum.
f)  Bréf frá ferðaþjónustunni Lónkoti varðandi Listahátíð í sumar. 
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 50.000.-.
g)  Bréf frá Rökkurkórnum varðandi styrkveitingu v/utanlandsferðar.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 100.000.-

3.   Tekið fyrir erindi sem vísað var til nefndarinnar frá Byggðaráði vegna Knattspyrnuskóla Íslands.
Nefndin telur verkefnið jákvætt og leggur til að það verði styrkt.

4.   Önnur mál.
a)  Lagt fram bréf frá Krækjum, sem var frestað á fundi nefndarinnar þann 28.04. s.l.
Nefndin samþykkir að hafna erindinu en tekur jákvætt í hugmyndir Krækjanna um að halda Íslandsmót hér á Sauðárkróki.
b)  Lagður fram samningur við Neista um rekstur íþróttavallar í Hofsósi.
c)  MÍÆ samþykkir að óska eftir fundi með formönnum
landbúnaðarnefndar og atvinnu og ferðamálamálanefndar þar sem rætt verður um undirbúning og tilhögun landsmóts hestamanna sem að haldið verður í Skagafirði árið 2002.

Fundargerð upplesin og samþykkt.