Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Haldinn á Skrifstofu Sveitarfélagsins 6. desember 1999 kl. 1600.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Helgi Thorarensen, Gísli Eymarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Garðarsson og Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Fjárhagsáætlun.
- Landsmót UMFT.
- Bréf til Stýrihóps.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Ómar Bragi upplýsti fundarmenn um hvað liði gerð fjárhagsáætlunar.
- Í ljósi þess að sveitarfélagið hefur tekið á sig ýmsar skuldbindingar í íþróttamálum, treystir nefndin sér ekki til að mæla með því að sótt verði um að halda landsmót UMFÍ árið 2004.
- Formaður kynnti svarbréf til Stýrihóps um forvarnarmál.
- Önnur mál:
a) Formaður lagði fram til kynningar hugmyndir um stefnumótun MÍÆ nefndar.
b) Teknar fyrir umsóknir um umsjónarmann við Félagsmiðstöðina frið.
Umsækjendur voru:
Daníel Einarsson, Raftahlíð 45
Kristín Þorsteinsdóttir, Víðigrund 8
Jóhann M. Jóhannsson, Víðigrund 14
Nefndin mælir með að rætt verði við Jóhann um stöðuna. Helgi Thorarensen situr hjá.
c) Ákveðið að halda næsta fund nefndarinnar í Varmahlíð nk. mánudag.
Annað ekki gert, fundi slitið kl. 1900.