Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
54. fundur haldinn í Bifröst þriðjudaginn 19. sept. 2000 kl. 1700.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Gísli Eymarsson, Erna Rós Hafsteinsdóttir, Jón Garðarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Samningur við Atvinnuþróunarfélagið Hring v. félagsheimila.
- Vinnuskóli Skagafjarðar.
- Staða unglingamiðstöðvar á Skr.
- Samn. við Neista v. íþróttavallar.
- Bréf frá Ljósheimum.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Samningurinn kynntur og samþ. með öllum atkv.
- Farið yfir starfsemi vinnuskólans í sumar.
- Staða unglingamiðstöðvar rædd og tilkynnt um fund um þetta málefni miðvikud. 20. sept. kl. 1700.
- Samningur við Neista vegna íþróttavallar kynntur og hann samþykktur.
- Tekið fyrir bréf frá Ljósheimum og samþ. að taka þátt í kostnaði sem nemur eignarhluta sveitarfélagsins.
- Önnur mál:
- Tekið fyrir bréf frá Grósku um rekstrarstyrk, sem var frestað í vor
- Samþykkt að styrkja Grósku um kr. 200.000,-. - Samþ. að veita Sigríði Viggósdóttur kr. 15.000,- vegna landsliðsþátttöku í körfuknattleik.
- Tekið fyrir bréf frá Kammerkór Norðurlands, þar sem óskað er eftir styrk vegna tónleikaferðar um Norðurland. - Samþ. að styrkja kórinn um kr. 10.000,-.
- Rætt um aðstöðu almennings til iðkunar íþrótta.
- Upplýsingum um starfsemi Byggðasafnsins dreift á fundinum.
- Áætlað er að hafa fund um Menningarhús n.k. miðvikudag 27. sept.
- Á fundinn kom Ríkarður Másson, sýslumaður og var erindið að kynna og ræða bréf hans til sveitarstjórnar, dags. 11. ágúst 2000, um opinbera dansleiki í félagsheimilum í Skagafirði. Mikil og góð umræða varð um þetta málefni og verður bréfið sent til allra hússtjórna félagsheimila í Skagafirði til kynningar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18,53