Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Fundur 63, (mánudaginn) 15. janúar ár 2001, kom MÍÆ nefnd saman kl. 16,00 á Hólum í Hjaltadal.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Helgi Thorarensen og Ómar Bragi Stefánsson.
DAGSKRÁ:
- Menningarmál.
Gestir fundarins eru:
Sigríður Sigurðardóttir, Unnar Ingvarsson og Árni Daníel Júlíusson.
Skúli Skúlason, skólastjóri, tók á móti fundarmönnum og kynnti starfsemina á Hólum.
AFGREIÐSLUR:
- Ásdís Guðmundsdóttir bauð fundarmenn velkomna. Árni Daníel Júlíusson, ráðinn fræðimaður á Hólum í Hjaltadal, fór yfir starf sitt og kynnti fyrir fundarmönnum verkefni þau er hann er að vinna að. Sigríður Sigurðardóttir fór yfir rekstur Byggðasafnsins og tengdra stofnana. Talsverðar umræður urðu um málefnið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18,20