Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Fundur nr. 64, 22. janúar 2001 á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 16,00.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Jón Garðarsson og Ómar Bragi Stefánsson.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 2001.
- Vinnuskóli Skagafjarðar 2000.
- Bréf frá Rökkurkórnum.
- Bréf frá Rithöfundasambandi Íslands.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- Nefndin vísar fjárhagsáætluninni til seinni umræðu í Sveitarstjórn.
- Lögð fram til kynningar skýrsla um Vinnuskóla Skagafjarðar 2000.
- Tekið fyrir bréf frá Rökkurkórnum. Bréfinu vísað til úthlutunar úr menningarsjóði.
- Bréf frá Rithöfundasambandi Íslands lagt fram til kynningar.
- Ákv. að hafa sérstakan vinnufund v. félagsheimila og að nefndin hitti allar hússtjórnir sem fyrst.
Einnig ákveðið að hafa vinnufund vegna forgangsröðunar íþróttamannvirkja í Skagafirði.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17,00