Fara í efni

Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd

64. fundur 22. janúar 2001 kl. 16:00 - 17:00 Á skrifstofu sveitarfélagsins

Fundur nr. 64, 22. janúar 2001 á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 16,00.
Mætt:  Ásdís Guðmundsdóttir, Sigurbjörg  Guðjónsdóttir, Jón Garðarsson og Ómar Bragi Stefánsson.

Dagskrá:

  1. Fjárhagsáætlun 2001.
  2. Vinnuskóli Skagafjarðar 2000.
  3. Bréf frá Rökkurkórnum.
  4. Bréf frá Rithöfundasambandi Íslands.
  5. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Nefndin vísar fjárhagsáætluninni til seinni umræðu í Sveitarstjórn.
  2. Lögð fram til kynningar skýrsla um Vinnuskóla Skagafjarðar 2000.
  3. Tekið fyrir bréf frá Rökkurkórnum. Bréfinu vísað til úthlutunar úr menningarsjóði.
  4. Bréf frá Rithöfundasambandi Íslands lagt fram til kynningar.
  5. Ákv. að hafa sérstakan vinnufund v. félagsheimila og að nefndin hitti allar hús­stjórnir sem fyrst.

Einnig ákveðið að hafa vinnufund vegna forgangsröðunar íþróttamannvirkja í Skagafirði.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17,00