Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd
Fundur nr. 67, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins mánudaginn 5. febrúar 2001 kl. 16,00.
Mætt: Ásdís Guðmundsdóttir, Jón Garðarsson, Helgi Thorarensen, Sigurbjörg Guðjónsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson.
Dagskrá:
- Bréf sýslumanns v. opinberra dansleikja í Skagafirði.
- Dagamunur á Norðurlandi, menningardagatal.
- Framtíðarstefna bókasafna í Skagafirði. Lagt fram til kynningar.
- Gæfugripur.
- Bréf frá Tónlistarskóla Skagafjarðar.
- Bréf frá Sigurlaugu Jónsdóttur.
- Styrkveiting til félagsheimila.
- Umsóknir um styrki.
- Forvarnarfulltrúi.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
- MÍÆ telur að efla beri löggæslu við og inni á almennum dansleikjum. Ennfremur að gengið verði harðar fram í því að koma í veg fyrir neyslu vímuefna á dansleikjum.
- Ákv. að taka þátt í verkefninu og starfsmanni falið að ganga frá málinu.
- Samþ. að kalla forstöðumenn Safnahússins og Héraðsbókasafns á fund til að ræða hugmyndir um framtíð bókasafna í Skagafirði.
- Starfsmaður kynnti stöðu verkefnisins "Gæfugripur", sem er samstarfsverkefni INVEST, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
- Hússtjórn Félagsh. Höfðaborgar hefur þegar afgreitt erindið.
- Starfsmanni falið að afla frekari upplýsinga um erindið.
- Rætt um fjármálastöðu Félagsheimila í Skagafirði.
- Samþykkt að auglýsa styrki úr menningar- og íþróttasjóðum.
- MÍÆ samþ. að veita kr. 1.000.000 til verkefnisins "Forvarnarfulltrúi í Skagafirði".
- Önnur mál engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17,30